Maður á hjóli fékk enga samúð: "Fuck you and your hand“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 17:54 Magnús var að hjóla inn Laufásveg þegar hann lenti í árekstri við bifreið og lítil umferðateppa myndaðist sem fór illa í bílstjóra sem kom aðvífandi. Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“ Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Magnús Hreggviðsson, hjólreiðamaður, lenti í umferðaróhappi í gær þegar hann hjólaði inn Laufásveg og myndaðist lítil umferðateppa. En það eru harkaleg viðbrögð bílstjóra sem bíða þurfti í bíl sínum á meðan stumrað var yfir honum sem eru honum eftirminnileg. „Hann kemur út úr bílnum. Frussandi reiður. Ég hélt að hann ætlaði bara að koma og ráðast á mig,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús lýsir atvikinu þannig að hann hafi skroppið úr vinnunni heim í hádeginu og var að hjóla aftur tilbaka. „Ég sé að það er bíll sem er að keyra inn Laufásveginn, hann hægir á sér svo ég ætla að taka framúr honum. En svo er hann að taka u-beygju og keyrir á mig,“ útskýrir Magnús. Hann fellur í jörðina við áreksturinn og maðurinn sem keyrir á hann kemur út til hans, þar sem hann liggur ásamt hjólinu, til að athuga með hann og biðjast afsökunar.„I don‘t care about your accident“ „Síðan eru tveir bílar sem eru að beygja inn Laufásveg sem þurfa að stoppa af því að við erum fyrir. Ökumaður seinni bílsins byrjar að flauta og kalla á okkur. Gefur okkur til kynna að drulla okkur í burtu.“ Reyndi Magnús ásamt bílstjóra þess bíls sem hafði ekið á hann að útskýra að það hefði orðið slys og verið væri að hlú að Magnúsi. „Það virtist ekki skipta neinu máli. Ég er í sjokki og gef honum fingurinn. Þá bara trompast hann,“ útskýrir Magnús. Þá stígur maðurinn út úr bílnum sínum öskrandi og gengur að slysstað. „Hann segir bara: „I don‘t care about your accident“ [Ísl. Mér er alveg sama um slysið þitt.] og „Never do this“, eða svona gerirðu aldrei.“ Maðurinn fór inn í bílinn sinn aftur þegar Magnús fór af götunni en hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð. „Hann keyrir löturhægt framhjá mér, flautar, skrúfar niður gluggann og fokkar á mig og segir: „Fuck you and your hand.“ [Ísl: Far þú og þín hönd í rass.] Ég var bara að labba með hjólið með blóðuga hendina,“ segir Magnús sem slasaðist sem betur fer ekki alvarlega. „Ég fékk smá rispur og skrámur, er bólginn á hnénu og aðeins slæmur í úlnlið og olnboga.“ „Ég var reiðari og í meira sjokki yfir þessum viðbrögðum heldur en sjálfu slysinu,“ segir Magnús sem hefur þó jafnað sig í dag. „Þetta voru bara þrjár mínútur í heildina. Þetta var bara örstutt.“ Maðurinn var hávaxinn, þrekinn, krúnurakaðan og af erlendu bergi brotinn. „Til að kóróna þetta þá var hann á nýjum silfurlitum Range rover.“ Segir Magnús hann ekki hafa gert Range rover steríótýpunni neinn greiða. „Og þarna var ég bara að gera aðför að einkabílnum,“ segir Magnús að lokum og hlær. „Þetta er eiginlega bara fyndið.“
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira