Lífið

Magnaðir tónleikar í Bláa Lóninu

Baldvin Þormóðsson skrifar
Uppseldist á tónleikana og var Bláa Lónið stútfullt af áhorfendum.
Uppseldist á tónleikana og var Bláa Lónið stútfullt af áhorfendum.
Jónsmessutónleikar DJ Margeirs í tilefni af útgáfu þriðja geisladisks Bláa Lónsins voru haldnir í gærkvöldi ofan í lóninu og tókust að sögn viðstaddra með eindæmum vel.

Um það bil 700 manns sóttu tónleikana sem hófust klukkan 22:00 og síðustu gestir kvöddu lónið um klukkan 01:00 eftir miðnætti.

Daníel Ágúst Haraldsson þandi raddböndin ásamt hljómsveitinni Gluteus Maximus.
Högni Egilsson, tónlistarmaður átti tilkomumikla innkomu þegar hann kom hlaupandi meðfram lóninu og inn á sviðið sem var komið fyrir nánast ofan í lóninu.

Högni átti tilkomumikla innkomu.
Ásamt Margeiri komu hljómsveitin Gluteus Maximus fram á tónleikunum ásamt Högna Egilssyni, Daníeli Ágústi Haraldssyni og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Einnig stigu á stokk Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen undir merkjum Kiasmos.

Ásdís María Viðarsdóttir er ein efnilegasta, unga söngkona Íslands í dag.
Um það bil 700 manns sóttu tónleikana í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.