Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2014 15:54 Fv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson. Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. Birkir var einn þriggja sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Auk Birkis, sem gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, voru Elmar Svavarsson, verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, dæmdir í fimm ára fangelsi. Magnús Arnar Arngrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. „Dómurinn kom verulega á óvart. Birkir hélt að málinu yrði annaðhvort vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Ólafur Eiríksson, lögmaður Birkis, í samtali við Vísi. Ólafur hafði nýlokið við að lesa forsendur og niðurstöður dómsins er fréttamaður náði tali af honum. Framhaldið er ljóst af þeirra hálfu. „Áfrýjun er á leiðinni inn til ríkissaksóknara,“ segir Ólafur. Annað sé ekki hægt að hans sögn. Ólafur segir Birki telja að niðurstaðan í dag sé byggð á röngum staðreyndum.Ekki í samræmi við málsmeðferð í héraði „Dómurinn kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnars. Hann segir allir líkur á því að dómnum verði áfrýjað. „Miðað við aðkomu míns manns að þessu máli átti maður ekki von á öðru en hann yrði sýknaður,“ segir Helgi. Magnús Arnar eigi einn tölvupóst í gögnum sérstaks saksóknara sem telji um þrjú þúsund blaðsíður. „Niðurstaðan kom mér mjög á óvart og er ekki í samræmi við það sem fram kom við málsmeðferð í héraði.“ Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar, staðfesti við fréttasofu að dómi Jóhannesar yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Það gerði Karl Georg Björnsson, lögmaður Elmars einnig. „Ég myndi ráðleggja verðbréfamiðlara að leita sér að öðru starfi,“ sagði Karl Georg í viðtali við Vísi sem lesa má hér.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Kröfu Birkis um frávísun hafnað Ákæra sérstaks saksóknara á hendur Birki Kristinssyni, í máli kenndu við félag hans, BK-44, stendur óhögguð. Þetta var niðurstaða héraðsdómara í morgun. 31. október 2013 10:21 Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54 Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25 Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00 Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. Birkir var einn þriggja sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Auk Birkis, sem gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, voru Elmar Svavarsson, verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, dæmdir í fimm ára fangelsi. Magnús Arnar Arngrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. „Dómurinn kom verulega á óvart. Birkir hélt að málinu yrði annaðhvort vísað frá eða hann sýknaður,“ segir Ólafur Eiríksson, lögmaður Birkis, í samtali við Vísi. Ólafur hafði nýlokið við að lesa forsendur og niðurstöður dómsins er fréttamaður náði tali af honum. Framhaldið er ljóst af þeirra hálfu. „Áfrýjun er á leiðinni inn til ríkissaksóknara,“ segir Ólafur. Annað sé ekki hægt að hans sögn. Ólafur segir Birki telja að niðurstaðan í dag sé byggð á röngum staðreyndum.Ekki í samræmi við málsmeðferð í héraði „Dómurinn kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnars. Hann segir allir líkur á því að dómnum verði áfrýjað. „Miðað við aðkomu míns manns að þessu máli átti maður ekki von á öðru en hann yrði sýknaður,“ segir Helgi. Magnús Arnar eigi einn tölvupóst í gögnum sérstaks saksóknara sem telji um þrjú þúsund blaðsíður. „Niðurstaðan kom mér mjög á óvart og er ekki í samræmi við það sem fram kom við málsmeðferð í héraði.“ Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar, staðfesti við fréttasofu að dómi Jóhannesar yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Það gerði Karl Georg Björnsson, lögmaður Elmars einnig. „Ég myndi ráðleggja verðbréfamiðlara að leita sér að öðru starfi,“ sagði Karl Georg í viðtali við Vísi sem lesa má hér.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Kröfu Birkis um frávísun hafnað Ákæra sérstaks saksóknara á hendur Birki Kristinssyni, í máli kenndu við félag hans, BK-44, stendur óhögguð. Þetta var niðurstaða héraðsdómara í morgun. 31. október 2013 10:21 Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54 Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25 Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00 Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00
Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30
Kröfu Birkis um frávísun hafnað Ákæra sérstaks saksóknara á hendur Birki Kristinssyni, í máli kenndu við félag hans, BK-44, stendur óhögguð. Þetta var niðurstaða héraðsdómara í morgun. 31. október 2013 10:21
Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54
Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25
Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00
Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35
Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01
Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29