Lífið

Valin besta forsíðufyrirsætan í Búlgaríu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/úr einkasafni
“Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Ég legg mikinn metnað í mína vinnu svo það er mjög ánægjulegt að fá svona viðurkenningu þar sem forsíðurnar sem ég hef prýtt eru orðnar hátt í fimmtíu talsins,” segir glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. 

Hún hlaut verðlaun sem besta forsíðufyrirsætan á Red Carpet Fashion-verðlaunahátíðinni í Sofiu, höfuðstað Búlgaríu. Tökulið Stöðvar 2 fylgdi Ásdísi eftir í borginni.

“Ég fór til Búlgaríu til að taka upp þáttinn minn og sýna aðeins frá borginni minni Sofiu. Það gekk allt mjög vel. Ég kem til með að sýna frá þessu í Heimi ísdrottningarinnar og hvet fólk til að fylgjast með næsta þætti á þriðjudagskvöld,” segir Ásdís sem lofar góðum þætti.

“Þetta verður mjög spennandi þáttur þar sem mér verður fylgt til London í myndatöku með áhugaverðu fólki.”





Ásdís klæddist búlgarskri hönnun á verðlaunahátíðinni.
Í skýjunum.
Með öðrum verðlaunahöfum.

Tengdar fréttir

Laumuðust inn á Laugardalsvöllinn

"Ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð og allir virðast hafa skemmt sér konunglega yfir þessu,“ segir fyrirsætan og þáttastjórnandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir, en fyrsti þátturinn af Heimi Ísdrottningarinnar var sýndur á Stöð 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.