Lífið

Vaknaði nærbuxnalaus í röngu herbergi

Secret Solstice hátíðin nær hámarki í kvöld og fylgist Ósk Gunnarsdóttir á Popp Tíví vel með gangi mála. Hún hitti meðal annars meðlimi hljómsveitarinnar Kaleo, þá Daníel og Davíð, sem ræða nýlegan Evróputúr hljómsveitarinnar.

„Danni vaknaði eitt kvöldið þarna í vitlausu herbergi, þrátt fyrir að hafa farið að sofa við hliðina á mér. Hann vaknaði í vitlausu herbergi við einhverja þernu sem var að reka hann út úr herberginu. Nærbuxurnar hans voru á gólfinu,“ segir Davíð um félaga sinn Daníel.

Þá hitti Ósk jafnframt Retro Stefson bræðurna Loga og Unnstein, Reykjavíkurdætur og meðlimi Mammút.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.