Golf

Haraldur: Seinni hringurinn var mun betri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haraldur.
Haraldur. Mynd/GSÍmyndir.net
Haraldur Franklín Magnús varð í dag annar íslenski kylfingurinn til þess að ná í átta manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins. Haraldur komst einu skrefi lengra en í fyrra þegar hann datt út í sextán manna úrslitum.

Að miklu er að keppa því sigur veitir sigurkylfingnum þátttökurétt á Opna breska sem fer fram í júlí, Opna bandaríska og Masters mótinu á næsta ári. Haraldur spilaði heilt yfir vel í dag.

„Þetta gekk mjög vel, ég lenti í basli á fyrri hringnum en það hafðist. Spilamennskan á seinni hringnum var mun betri,“ sagði Haraldur þegar Vísir heyrði í honum fyrir stuttu.

Haraldur mætir hinum skoska Neil Bradley á morgun í átta manna úrslitum en hann þekkti ekki mikið til hans.

 

„Ég þekki ekki nægilega vel til hans en eg hitti hann á fyrsta teig á morgun. Nú er bara endurhæfing, ég tek slökun í kvöld. Það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Haraldur.


Tengdar fréttir

Haraldur í 16-manna úrslitin

Haraldur Franklín Magnús er kominn í 16-manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið Jordan Smith í bráðabana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×