Lífið

Fjölmiðlar vestanhafs segja Schoolboy Q hafa verið handtekinn

Myndin hefur flakkað á milli manna á samfélagsmiðlinum Twitter.
Myndin hefur flakkað á milli manna á samfélagsmiðlinum Twitter. mynd/karlgehring
Myndir af rapparanum Schoolboy Q í handjárnum flakka nú um netheima en rapparinn á að koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um helgina.

Rapparinn hélt tónleika í Red Rocks Amphitheatre í Denver ásamt röppurunum Nas og Flying Lotus en þrír særðust í skotárás sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan tónleikana.

Á myndum sem tímaritið Complex Magazine birti á heimasíðu sinni í nótt má sjá rapparann í fylgd lögreglumanna en sjúkraliðar fluttu þrjá særða einstaklinga á sjúkrahús. Tveir aðrir sem voru í bíl með fórnarlömbunum særðust ekki.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunum var einn maður handtekinn vegna málsins, en honum var sleppt úr haldi lögreglu. Ekki hefur verið staðfest hvort það hafi verið rapparinn, en blaðamenn tímaritsins telja það líklegt, vegna þeirra mynda sem eru nú í umferð.

Enginn tónlistarmannana sem komu fram á tónleikunum hafa tjáð sig vegna málsins.

Eins og áður hefur komið fram þá á Schoolboy Q að koma til Íslands til þess að koma fram á Secret Solstice-hátíðinni næsta sunnudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×