Viðskipti innlent

Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GVA
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra en þetta ku vera í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.

Nefndina skipa Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Ólöf Nordal, lögfræðingur, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Stefán Eiríksson, lögfræðingur, sem skipaður er án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðherra auglýsti embætti seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar þann 2. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×