Fyrsti þáttur af EA Fitness: Axlaræfing sem klikkar ekki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2014 11:54 Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum. Heilsa Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið
Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum.
Heilsa Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið