Lífið

Solange talar um lyftuslagsmálin

Solange Knowles
Solange Knowles Vísir/Getty
Tveimur mánuðum eftir lyftuatvikið mikla er Solange loksins tilbúin að ræða slagsmálin við Jay Z, en ekki í neinum smáatriðum.

Söngkonan var í viðtal við tímaritið Lucky, fyrir ágústhefti blaðsins. Í viðtalinu vísar hún í slagsmálin sem „atvikið.“

„Það sem er mikilvægt er að ég og fjölskyldan mín erum í góðu sambandi,“ segir hún. „Það sem við höfum að segja um atvikið var allt sagt í yfirlýsingunni sem við gáfum út og við höfum öll fundið frið.“

Þann fimmta maí síðastliðinn réðst Solange Knowles, litla systir söngkonunnar Beyoncé, á rapparann Jay Z sem er jafnframt eiginmaður Beyonce í lyftu á Standard-hótelinu þar sem Met-ballið var haldið.

Allt í einu hóf Solange að öskra á rapparann og réðst síðan að honum.

Stór maður, sem virðist vera lífvörður, hélt Solange en slúðursíðan TMZ var með upptöku úr lyftumyndavélinni og birti hana á vefsíðu sinni.

Ekki er ljóst af hverju kom til átakanna en þremenningarnir fóru ekki heim í sama bíl eftir ballið. Systurnar fóru í einn bíl og Jay Z í annan.

Beyoncé, Jay Z og Solange Knowles gáfu síðar út yfirlýsingu vegna atviksins þar sem segir meðal annars að Jay og Solange axli sína ábyrgð.

Þau taki ábyrgð á því hlutverki sem þau spiluðu í þessu einkamáli sem hefur verið fjallað um opinberlega.

Þá kemur fram að þau hafi beðið hvort annað afsökunar og að þau ætli að halda áfram veginn sem sameinuð fjölskylda







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.