Viðskipti innlent

Í fyrsta sinn sem bankastjóri er ákærður fyrir fjárdrátt

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Pjetur
Sérstakur saksóknari hefur kært fyrrverandi forstjóra Kaupþings og fyrrverandi fjármálastjóra bankans fyrir fjárdrátt. Þetta er í fyrsta sinn sem bankastjóri eins föllnu bankana er ákærður fyrir fjárdrátt.

Samkvæmt frétt á vef RÚV eru þau Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir sökuð um fjárdrátt upp á um átta milljarða króna. Eiga þau að hafa dregið féð til hagsbóta fyrir félag Skúla Þorvaldssonar, Marple, en hann er einkum kenndur við Hótel Holt.

Heimildir RÚV segja málið snúast um tvær millifærslur á árunum 2007 og 2008. Þá munu þau vera ákærð til vara fyrir umboðssvik.

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg, og Skúli Þorvaldsson, eru ákærðir fyrir hlutdeild að hinum meintu brotum. RÚV segir féð hafa verið fært frá Íslandi í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×