Fjölskyldan sameinast í jóga Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2014 13:00 María Dalberg Mynd/Maria María Dalberg er leikkona og jógakennari, en hún kynntist Ashtanga jóga þegar hún lagði stund á leiklistarnám í Drama Centre London. María bjó í London í sjö ár en flutti heim til Íslands fyrir rúmu ári síðan. Hún er nýlega komin heim frá New York þar sem hún var í læri hjá virtum ashtanga jógakennara. María kennir jóga í Yoga Shala, en hyggst kenna fjölskyldujóganámskeið ásamt jógakennaranum Ásu Sóleyju Svavarsdóttur í næstu viku. ,,Við Ása Sóley, jógakennari og vinkona mín, höfum tekið eftir því að mikið af vinum okkar og fjölskyldumeðlimum hafa ekki tíma til að koma í jógatíma þó að þau langi til þess, því að þau eru bundin heima með börnin sín, sérstaklega núna í sumarfríinu. Því datt okkur í hug að það væri góð hugmynd að þau gætu tekið börnin með sér og gert jóga saman," segir María. ,,Hugsunin að baki fjölskyldujóga er fyrst og fremst sú að foreldrar og börn geti átt gæðastund saman í gegn um leik, jóga og slökun. Tímarnir verða byggðir upp eins og krakkajógatímar. Við förum í leiki og jógastöðurnar verða léttar þannig að allir geti verið með."Jóga er Maríu lífsnauðsynlegtMynd/MariaMaría hefur stundað jóga síðan hún var unglingur, en þá fór hún með móður sinni í jóga til Önnu Björns, jógakennara, sem María segir hafa haft mikil áhrif á sig. ,,Svo hafa bæði mamma og litla systir mín verið að koma í tíma til mín. Ég er hægt og rólega að smita jógaáhuganum yfir á alla fjölskylduna og vinahópinn," segir María og hlær. ,,Ég kynntist Ashtanga jóga þegar ég var í leiklistarnámi í London og hef stundað það af alvöru í sex ár. Ég iðkaði jóga hjá mörgum æðislegum kennurum í London," útskýrir María. ,,Síðan þegar ég flutti heim tók ég kennararéttindin hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Yoga Shala og hef kennt þar síðan ég útskrifaðist fyrir rúmu ári síðan. Ég fór síðan til New York og var í læri hjá flottum ashtanga kennara, Eddie Stern, í the Broome street Temple í nokkra mánuði" segir María sem er nýlega komin heim eftir dvöl sína í New York. María segir jóga vera sér lífsnauðsynlegt. ,,Með reglulegri iðkun hef ég fundið gríðalega mikinn mun á mér bæði líkamlega og andlega. Ashtanga jóga er mjög krefjandi líkamlega og það reynir bæði á styrk, liðleika og þol. Andlega hjálpar það manni að finna hugarró og skerpa fókusinn sem er nauðsynlegt í nútíma samfélagi, enda er áreitið er mikið. Iðkunin hefur hjálpað mér mikið við að takast á við allskonar áskoranir í lífinu og svo er þetta bara svo gaman." Fjölskyldujóganámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og foreldra þeirra. Námskeiðið byrjar mánudaginn 7. júlí og verður í tvær vikur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér. Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
María Dalberg er leikkona og jógakennari, en hún kynntist Ashtanga jóga þegar hún lagði stund á leiklistarnám í Drama Centre London. María bjó í London í sjö ár en flutti heim til Íslands fyrir rúmu ári síðan. Hún er nýlega komin heim frá New York þar sem hún var í læri hjá virtum ashtanga jógakennara. María kennir jóga í Yoga Shala, en hyggst kenna fjölskyldujóganámskeið ásamt jógakennaranum Ásu Sóleyju Svavarsdóttur í næstu viku. ,,Við Ása Sóley, jógakennari og vinkona mín, höfum tekið eftir því að mikið af vinum okkar og fjölskyldumeðlimum hafa ekki tíma til að koma í jógatíma þó að þau langi til þess, því að þau eru bundin heima með börnin sín, sérstaklega núna í sumarfríinu. Því datt okkur í hug að það væri góð hugmynd að þau gætu tekið börnin með sér og gert jóga saman," segir María. ,,Hugsunin að baki fjölskyldujóga er fyrst og fremst sú að foreldrar og börn geti átt gæðastund saman í gegn um leik, jóga og slökun. Tímarnir verða byggðir upp eins og krakkajógatímar. Við förum í leiki og jógastöðurnar verða léttar þannig að allir geti verið með."Jóga er Maríu lífsnauðsynlegtMynd/MariaMaría hefur stundað jóga síðan hún var unglingur, en þá fór hún með móður sinni í jóga til Önnu Björns, jógakennara, sem María segir hafa haft mikil áhrif á sig. ,,Svo hafa bæði mamma og litla systir mín verið að koma í tíma til mín. Ég er hægt og rólega að smita jógaáhuganum yfir á alla fjölskylduna og vinahópinn," segir María og hlær. ,,Ég kynntist Ashtanga jóga þegar ég var í leiklistarnámi í London og hef stundað það af alvöru í sex ár. Ég iðkaði jóga hjá mörgum æðislegum kennurum í London," útskýrir María. ,,Síðan þegar ég flutti heim tók ég kennararéttindin hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Yoga Shala og hef kennt þar síðan ég útskrifaðist fyrir rúmu ári síðan. Ég fór síðan til New York og var í læri hjá flottum ashtanga kennara, Eddie Stern, í the Broome street Temple í nokkra mánuði" segir María sem er nýlega komin heim eftir dvöl sína í New York. María segir jóga vera sér lífsnauðsynlegt. ,,Með reglulegri iðkun hef ég fundið gríðalega mikinn mun á mér bæði líkamlega og andlega. Ashtanga jóga er mjög krefjandi líkamlega og það reynir bæði á styrk, liðleika og þol. Andlega hjálpar það manni að finna hugarró og skerpa fókusinn sem er nauðsynlegt í nútíma samfélagi, enda er áreitið er mikið. Iðkunin hefur hjálpað mér mikið við að takast á við allskonar áskoranir í lífinu og svo er þetta bara svo gaman." Fjölskyldujóganámskeiðið er fyrir börn á aldrinum 4-8 ára og foreldra þeirra. Námskeiðið byrjar mánudaginn 7. júlí og verður í tvær vikur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér.
Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira