Stan Wawrinka byrjaði mjög vel og vann fyrsta settið 6-3 en Federer jafnaði með því að vinna annað settið 7-6. Federer tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með því að vinna næstu tvö settin 6-4.
Roger Federer vann Wimbledon-mótið í sjöunda sinn árið 2012 en datt óvænt út í annarri umferð fyrir ári síðan. Nú er hann hinsvegar kominn í undanúrslit þessa virta risamóts í níunda sinn á ferlinum.
Roger Federer mætir annaðhvort Milos Raonic frá Kanada eða Nick Kyrgios frá Ástralíu í undanúrslitunum en leikur þeirra stendur yfir. Novak Djokovic frá serbíu og Grigor Dimitrov frá Búlgaríu mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
