"Þessi aðgerð þýddi bara lömun eða dauði“ Ellý Ármanns skrifar 1. júlí 2014 15:45 Karen Helenudóttir var greind með hryggskekkju árið 2010 þá aðeins 14 ára gömul. Móðir hennar, Helena Levisdóttir, segir okkur sögu dóttur sinnar sem er vægast sagt átakanleg. Hermann töframaður, bróðir Karenar, skráði sig í hæfileikakeppnina Ísland Got Talent, með það að markmiði að hjálpa systur sinni í gegnum erfið veikindin ef hann ynni keppnina.Myndir úr einkasafni móður Karenar.Erfitt tímabil fyrir ungling „Á þessum tíma árið sem hún greindist með hryggskekkju er Karen að stækka hratt. Við hittum sérfræðing sem vildi prufa spelkumeðferð en taldi samt að hún væri búin að stækka það mikið að meðferðin myndi ekki bera neinn árangur. Hann ákvað samt að reyna en þá þyrfti Karen að vera með spelkuna í 22 tíma á sólarhring í eitt ár sem og hún gerði," segir móðir hennar og heldur áfram frásögn sinni: „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir ungling. Erfitt að finna föt sem pössuðu yfir spelkuna og að vera í skólanum þar sem mjög fáir vissu að hún væri með spelku en Karen er jákvæð og ákveðin og vildi gera allt til þess að skekkjan myndi ekki versna.“Hér er Karen umvafin fjölskyldunni. Hjá henni er Hermann töframaður sem sló heldur betur í gegn í Ísland Got Talent, Helena móðir hennar og Lovísa systir.Læknir kannast ekki við neitt „Ári seinna fór hún í myndatöku og í ljós kom að skekkjan hafði versnað. Þessi meðferð hafði ekki borið árangur. Læknirinn talaði um að þá væri það næsta í stöðunni að spengja bakið á Karen. Við áttum að koma nokkrum mánuðum seinna og í raun fara í undirbúning fyrir aðgerð þar sem hún átti að fara í myndatökur, blóðprufu og ákveða dagsetningu á aðgerðinni í framhaldinu.“ „Þegar við mætum aftur vorum við undirbúnar andlega fyrir að fara í þessa stóru aðgerð en þá kannast læknirinn ekki við neitt og segist ekki ætla að skera og hann væri ekki að gera neina lýtaaðgerð og að þesssi aðgerð þýddi bara lömun eða dauði.“Karen er sönn hetja. Nú tekur við tveggja ára bataferli hjá þessari duglegu stúlku.Læknirinn gjörbreyttist „Við áttum ekki til orð á breytingunni sem varð á lækninum á þessum stutta tíma. Karen hljóp út grátandi frá lækninum og þetta var hreinlega áfall. Við vorum engan veginn sáttar við þessa niðurstöðu hjá lækninum svo við leituðum álits hjá öðrum því Karen var alltaf með mikla og erfiða verki alveg sama hvað hún gerði. Verkirnir voru alltaf til staðar og ég horfði á hana versna. Hún átti erfitt með að ganga og oft lá hún heilu dagana vegna verkja.“ „Við hittum lækni sem er með stofu hér heima en vinnur í Noregi þannig að hann gat ekki gert aðgerðina á Íslandi. Álit hans var að það þyfti að spengja bakið á Karen. En staðan var þannig að ef við vildum fá aðgerð þá yrði það að vera erlendis og á okkar eigin vegum," segir Helena.Lovísa, Karen og Hermann.Hermann bróðir skráir sig í hæfileikakeppni „Í framhaldinu er auglýst hjá Stöð 2 hæfileikakeppnin Ísland Got Talent. Hermann, sonur minn, þá 13 ára biður mig um leyfi til að skrá sig því hann ætlar að hjálpa Karen og vinna keppnina sem töframaður og gefa henni verðlaunaféð 8 milljónir sem kostuðu fyrir hana að fara út í aðgerð til Sviþjóðar. Í kjölfarið vakti Hermann mikla athygli á stöðu systur sinnar og umfjöllunin fór í alla fjölmiðla.“ „Margir höfðu samband við Karen sem höfðu farið í aðgerð erlendis og sögðu okkur sína sögu. Við fengum mikinn stuðning frá fjölda af fólki sem við erum mjög þakklátar fyrir. Karen stofnaði stuðningshóp hryggskekkju á Facebook og sá hópur er í dag um 40 manns.“ „Hermann vann ekki Ísland Got Talent en vakti athygli á veikindum systur sinnar. Hann var beðinn um að sýna töfrabrögð við alls konar tilefni með Lovísu töfrastelpu yngri systur þeirra en saman hafa þau safnað um 400 þúsund fyrir Karen sem þau vilja að Karen eigi þvi hún mun ekki vinna næstu 2 árin. Karen mun vinna í þvi að láta sér batna og klára Menntaskólann í Kópavogi en hún á eftir 2 ár á félagsfræðibraut."Synjað um styrk „Við sóttum um á þessum tíma um styrk hjá sjúkratryggingum um að fá að fara erlendis þar sem læknirinn hennar Karenar vildi ekki skera hana og taldi ekki þörfina á því að hún færi í aðgerð en við fengum synjun á þeim forsendum að það væri hægt að framkvæma aðgerðina hér á landi í byrjun maí. Við vorum svo heppin að fá tíma hjá Birni Zoega sem lét taka nýjar myndir af Karen og sendi þær til Svíþjóðar til að fá álit hjá sérfræðingi þar í landi."Erlendur læknir gefur vinnu sína „Báðir læknarnir voru sammála um að það þyrfti að spengja hrygginn á Karen. Þetta gerðist allt svo hratt. Sænski sérfræðingurinn kom til landsins og gerði aðgerðina með Birni Zoega en sænski sérfræðingurinn gaf sitt vinnuframlag," segir Helena.Með mömmu eftir erfiða aðgerð.„Við verðum alltaf þakklát fyrir góða þjónustu á Landspítalnum Fossvogi þar sem aðgerðin var gerð. Öll þjónusta og starfsfólkið þar er til fyrirmyndar."Hvernig líður Karen í dag? „Hún er með verki, sem er eðlilegt eftir þessa stóru aðgerð en hún er ánægð að vera komin heim. Hún sagðist ekki geta verið ánægðari með árangurinn. Þetta var alveg þess virði.“Rætt verður við Helenu og fjölskyldu hennar í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum í kvöld klukkan 18:55. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Styður systur sína með töfrabrögðum Töframaðurinn Hermann Helenuson, sem vakti mikla athygli í Ísland got talent, stendur fyrir töfrasýningu og lætur hann allan ágóða renna til systur sinnar. 13. maí 2014 09:30 "Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa systur minni svo hún geti átt betra líf“ Hermann Helenuson, 13 ára töframaður með áberandi fallegt hjartalag vakti verðskuldaða athygli í öðrum þætti af Ísland Got Talent síðustu helgi. 4. febrúar 2014 11:15 Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hermann, 13 ára gamall töframaður, vill gera allt til þess að systur sinni líði betur og hefur skipulagt fjölskyldusýningu í Salnum í maí. 31. mars 2014 12:00 Búinn að safna 50 þúsund fyrir veika systur "Viðbrögðin eru búin að vera alveg ótrúleg,“ segir Hermann töframaður með meiru. 25. febrúar 2014 13:00 Vill gefa systur sinni betra líf Hermann töframaður keppir í þriðja undanúrslitaþætti Ísland Got Talent. 12. apríl 2014 08:00 Ætlar að verja verðlaunafénu í að hjálpa systur sinni Hinn þrettán ára gamli Hermann töframaður sló í gegn í öðrum þætti Ísland Got Talent. 3. febrúar 2014 14:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Karen Helenudóttir var greind með hryggskekkju árið 2010 þá aðeins 14 ára gömul. Móðir hennar, Helena Levisdóttir, segir okkur sögu dóttur sinnar sem er vægast sagt átakanleg. Hermann töframaður, bróðir Karenar, skráði sig í hæfileikakeppnina Ísland Got Talent, með það að markmiði að hjálpa systur sinni í gegnum erfið veikindin ef hann ynni keppnina.Myndir úr einkasafni móður Karenar.Erfitt tímabil fyrir ungling „Á þessum tíma árið sem hún greindist með hryggskekkju er Karen að stækka hratt. Við hittum sérfræðing sem vildi prufa spelkumeðferð en taldi samt að hún væri búin að stækka það mikið að meðferðin myndi ekki bera neinn árangur. Hann ákvað samt að reyna en þá þyrfti Karen að vera með spelkuna í 22 tíma á sólarhring í eitt ár sem og hún gerði," segir móðir hennar og heldur áfram frásögn sinni: „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir ungling. Erfitt að finna föt sem pössuðu yfir spelkuna og að vera í skólanum þar sem mjög fáir vissu að hún væri með spelku en Karen er jákvæð og ákveðin og vildi gera allt til þess að skekkjan myndi ekki versna.“Hér er Karen umvafin fjölskyldunni. Hjá henni er Hermann töframaður sem sló heldur betur í gegn í Ísland Got Talent, Helena móðir hennar og Lovísa systir.Læknir kannast ekki við neitt „Ári seinna fór hún í myndatöku og í ljós kom að skekkjan hafði versnað. Þessi meðferð hafði ekki borið árangur. Læknirinn talaði um að þá væri það næsta í stöðunni að spengja bakið á Karen. Við áttum að koma nokkrum mánuðum seinna og í raun fara í undirbúning fyrir aðgerð þar sem hún átti að fara í myndatökur, blóðprufu og ákveða dagsetningu á aðgerðinni í framhaldinu.“ „Þegar við mætum aftur vorum við undirbúnar andlega fyrir að fara í þessa stóru aðgerð en þá kannast læknirinn ekki við neitt og segist ekki ætla að skera og hann væri ekki að gera neina lýtaaðgerð og að þesssi aðgerð þýddi bara lömun eða dauði.“Karen er sönn hetja. Nú tekur við tveggja ára bataferli hjá þessari duglegu stúlku.Læknirinn gjörbreyttist „Við áttum ekki til orð á breytingunni sem varð á lækninum á þessum stutta tíma. Karen hljóp út grátandi frá lækninum og þetta var hreinlega áfall. Við vorum engan veginn sáttar við þessa niðurstöðu hjá lækninum svo við leituðum álits hjá öðrum því Karen var alltaf með mikla og erfiða verki alveg sama hvað hún gerði. Verkirnir voru alltaf til staðar og ég horfði á hana versna. Hún átti erfitt með að ganga og oft lá hún heilu dagana vegna verkja.“ „Við hittum lækni sem er með stofu hér heima en vinnur í Noregi þannig að hann gat ekki gert aðgerðina á Íslandi. Álit hans var að það þyfti að spengja bakið á Karen. En staðan var þannig að ef við vildum fá aðgerð þá yrði það að vera erlendis og á okkar eigin vegum," segir Helena.Lovísa, Karen og Hermann.Hermann bróðir skráir sig í hæfileikakeppni „Í framhaldinu er auglýst hjá Stöð 2 hæfileikakeppnin Ísland Got Talent. Hermann, sonur minn, þá 13 ára biður mig um leyfi til að skrá sig því hann ætlar að hjálpa Karen og vinna keppnina sem töframaður og gefa henni verðlaunaféð 8 milljónir sem kostuðu fyrir hana að fara út í aðgerð til Sviþjóðar. Í kjölfarið vakti Hermann mikla athygli á stöðu systur sinnar og umfjöllunin fór í alla fjölmiðla.“ „Margir höfðu samband við Karen sem höfðu farið í aðgerð erlendis og sögðu okkur sína sögu. Við fengum mikinn stuðning frá fjölda af fólki sem við erum mjög þakklátar fyrir. Karen stofnaði stuðningshóp hryggskekkju á Facebook og sá hópur er í dag um 40 manns.“ „Hermann vann ekki Ísland Got Talent en vakti athygli á veikindum systur sinnar. Hann var beðinn um að sýna töfrabrögð við alls konar tilefni með Lovísu töfrastelpu yngri systur þeirra en saman hafa þau safnað um 400 þúsund fyrir Karen sem þau vilja að Karen eigi þvi hún mun ekki vinna næstu 2 árin. Karen mun vinna í þvi að láta sér batna og klára Menntaskólann í Kópavogi en hún á eftir 2 ár á félagsfræðibraut."Synjað um styrk „Við sóttum um á þessum tíma um styrk hjá sjúkratryggingum um að fá að fara erlendis þar sem læknirinn hennar Karenar vildi ekki skera hana og taldi ekki þörfina á því að hún færi í aðgerð en við fengum synjun á þeim forsendum að það væri hægt að framkvæma aðgerðina hér á landi í byrjun maí. Við vorum svo heppin að fá tíma hjá Birni Zoega sem lét taka nýjar myndir af Karen og sendi þær til Svíþjóðar til að fá álit hjá sérfræðingi þar í landi."Erlendur læknir gefur vinnu sína „Báðir læknarnir voru sammála um að það þyrfti að spengja hrygginn á Karen. Þetta gerðist allt svo hratt. Sænski sérfræðingurinn kom til landsins og gerði aðgerðina með Birni Zoega en sænski sérfræðingurinn gaf sitt vinnuframlag," segir Helena.Með mömmu eftir erfiða aðgerð.„Við verðum alltaf þakklát fyrir góða þjónustu á Landspítalnum Fossvogi þar sem aðgerðin var gerð. Öll þjónusta og starfsfólkið þar er til fyrirmyndar."Hvernig líður Karen í dag? „Hún er með verki, sem er eðlilegt eftir þessa stóru aðgerð en hún er ánægð að vera komin heim. Hún sagðist ekki geta verið ánægðari með árangurinn. Þetta var alveg þess virði.“Rætt verður við Helenu og fjölskyldu hennar í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum í kvöld klukkan 18:55.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Styður systur sína með töfrabrögðum Töframaðurinn Hermann Helenuson, sem vakti mikla athygli í Ísland got talent, stendur fyrir töfrasýningu og lætur hann allan ágóða renna til systur sinnar. 13. maí 2014 09:30 "Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa systur minni svo hún geti átt betra líf“ Hermann Helenuson, 13 ára töframaður með áberandi fallegt hjartalag vakti verðskuldaða athygli í öðrum þætti af Ísland Got Talent síðustu helgi. 4. febrúar 2014 11:15 Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hermann, 13 ára gamall töframaður, vill gera allt til þess að systur sinni líði betur og hefur skipulagt fjölskyldusýningu í Salnum í maí. 31. mars 2014 12:00 Búinn að safna 50 þúsund fyrir veika systur "Viðbrögðin eru búin að vera alveg ótrúleg,“ segir Hermann töframaður með meiru. 25. febrúar 2014 13:00 Vill gefa systur sinni betra líf Hermann töframaður keppir í þriðja undanúrslitaþætti Ísland Got Talent. 12. apríl 2014 08:00 Ætlar að verja verðlaunafénu í að hjálpa systur sinni Hinn þrettán ára gamli Hermann töframaður sló í gegn í öðrum þætti Ísland Got Talent. 3. febrúar 2014 14:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Styður systur sína með töfrabrögðum Töframaðurinn Hermann Helenuson, sem vakti mikla athygli í Ísland got talent, stendur fyrir töfrasýningu og lætur hann allan ágóða renna til systur sinnar. 13. maí 2014 09:30
"Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa systur minni svo hún geti átt betra líf“ Hermann Helenuson, 13 ára töframaður með áberandi fallegt hjartalag vakti verðskuldaða athygli í öðrum þætti af Ísland Got Talent síðustu helgi. 4. febrúar 2014 11:15
Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hermann, 13 ára gamall töframaður, vill gera allt til þess að systur sinni líði betur og hefur skipulagt fjölskyldusýningu í Salnum í maí. 31. mars 2014 12:00
Búinn að safna 50 þúsund fyrir veika systur "Viðbrögðin eru búin að vera alveg ótrúleg,“ segir Hermann töframaður með meiru. 25. febrúar 2014 13:00
Vill gefa systur sinni betra líf Hermann töframaður keppir í þriðja undanúrslitaþætti Ísland Got Talent. 12. apríl 2014 08:00
Ætlar að verja verðlaunafénu í að hjálpa systur sinni Hinn þrettán ára gamli Hermann töframaður sló í gegn í öðrum þætti Ísland Got Talent. 3. febrúar 2014 14:30