Það var frekar fyndið að sitja blaðamannafund UFC í kvöld. Níu bardagamenn mættu á fundinn. Þeir voru margir illa farnir. Með glóðaraugu, mar og skurði. Gunnar Nelson var aftur á móti rétt sveittur. Líkt og hann hefði skotist út að skokka.
Zak Cummings náði ekki að særa Gunnar neitt í kvöld og þó svo það hafi tekið smá tíma náði Gunnar að vinna með hengingu í annarri lotu.
"Ég var ánægður með hvernig mér tókst að berjast standandi. Það tók tíma að ná takti og komast inn í bardagann," sagði Gunnar á blaðamannafundi áðan.
"Zak er sterkur bardagamaður og suma þarf að brjóta niður rólega. Zak vissi alltaf hvað hann var að gera. Ég bætti í hraðann í 2. lotu og ég er ánægður með hvernig mér tókst að loka þessum bardaga."
Þjálfari Gunnars, John Kavanagh, var með fjóra bardagamenn í búrinu og þeir unnu allir. Gunnar hrósaði honum í hástert.
"Hann hefði átt að fá frammistöðuverðlaun kvöldsins."
Gunnar: Suma þarf að brjóta niður rólega

Tengdar fréttir

Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband
Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu.

Gunnar: Maður beið eftir að þakið myndi fljúga af
Valtýr Björn Valtýsson mætti á Partývaktina á Bylgjunni í kvöld ásamt Brynjari Hafsteinsyni frá MMA-Fréttum og lýsti sigri Gunnars Nelson á Zak Cummings í UFC í kvöld og hringdi í kappann sem var að vonum kátur.

Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus
Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.

Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu
Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld.