Lífið

,,Vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar"

Ellý Ármanns skrifar
Brúðhjónin með dætur þeirra Andreu Líf, 2 ára, og Alexöndru Líf, 7 ára.
Brúðhjónin með dætur þeirra Andreu Líf, 2 ára, og Alexöndru Líf, 7 ára. myndir/aldís Pálsdóttir
Una Dögg Guðmundsdóttir og Ómar Örn Helenuson gengu í heilagt hjónaband 14. júní síðastliðinn í Oddakirkju á Rangárvöllum.  Um var að ræða yndislega athöfn með nánustu ættingjum og vinum brúðhjónanna.  Aldís Pálsdóttir ljósmyndari fangaði stemninguna þennan fallega dag eins og sjá má á myndunum.

Gullfalleg brúðhjón í dásamlegu umhverfi.
Þegar talið berst að fallegri staðsetningu brúðkaupsins segir Una: ,,Við fjölskyldan eigum sumarhús á Hellu sem við notum mjög mikið en við vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar."

Fallegra gerist það ekki. Stemningin í kirkjunni var æðisleg. Hér má sjá yngri dóttur þeirra, Andreu Líf, með Lilju Dögg vinkonu brúðhjónanna.
Gestirnir tóku á móti brúðhjónunum með sápukúlum.
,,Margir gestanna gáfu sér alla helgina með okkur að njóta þess að vera í sveitinni sem gerði þetta að skemmtilegri helgi fyrir alla," segir Una.

Oddakirkja á Rangárvöllum.
,,Eftir athöfnina var haldin glæsileg veisla í veiðihúsinu við Ytri Rangá. Þetta var yndislegur dagur í alla staði og einstakt útsýni yfir okkar fallegu náttúru.  Margir gestanna gistu svo í litlum veiðihúsum við veislusalinn og svo hittust allir í bröns daginn eftir og kvöddust," segir Una.

Gestir dönsuðu fram eftir nóttu

,,Það sem stóð upp úr var veðrið sem var einstaklega fallegt þennan dag og fólk sat fram eftir nóttu við ánna með æðislegt útsýni og svo sá Dj Jay-O um tónlistina og hann sló heldur betur í gegn því gestirnir dönsuðu langt fram eftir nóttu."

Una og Ómar í kirkjunni.
Una sá um borðskreytingarnar og skreytti bollakökurnar sjálf og Ómar hannaði kökustandinn.
,,Við reyndum að gera sem mest sjálf eins og skeytingar og eftirrétti til þess að gera þetta persónulegt og öðruvísi," segir Una þegar hún rifjar upp fyrir okkur þessa eftirminnilegu helgi.

Gaman er að geta þess að Ómar á og rekur innréttingaklæðningu sem hann stofnaði fyrir tveimur árum eftir margra ára starf í skiltagerð. Hann sérhæfir sig í því að gefa gömlum sem nýjum innréttingum nýtt útlit með því að filma þær með sterkri filmu sem er líka notuð til þess að merkja bíla. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.