Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira