Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 1-1 | Þór/KA stal stigi gegn tíu Valskonum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Valur og Þór/KA skildu jöfn 1-1 í Pepsí deild kvenna í fótbolta á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í dag. Valur var manni færri í rúma klukkustund. Liðin voru mjög skipulögð og gáfu fá færi á sér í leiknum. Það hafði fátt markvert gerst þegar Þór/KA fékk óbeina aukaspyrnu á 29. mínútu en í kjölfarið af henni fékk Mist Edvardsdóttir að líta rauða spjaldið fyrir brot á Lillý Rut Hlynsdóttur í teignum.Þórdís María Aikman varði vítaspyrnu Kayla June Grimsley vel og sá til þess leikurinn var enn markalaus. Einum færri gaf Valur mjög fá færi á sér. Liðið varðist mjög vel og freistaði þess að beita skyndisóknum og upp úr einni slíkri komst Valur yfir á 64. mínútu.Hugrún Arna Jónsdóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem Elín Metta Jensen skallaði glæsilega í markið. Þór/KA fékk frábært færi strax eftir mark Vals en heilt yfir hélt skipulag Vals mjög vel og Þór/KA átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Gestirnir gáfust þó aldrei upp og sóknarleikurinn gengi brösuglega og náðu að jafna metin í uppbótartíma en það gerði Andrea Mist Pálsdóttir með góðu skot rétt utan teigs eftir að Valur náði ekki að hreinsa nógu vel frá marki sínu. Þór/KA hélt þriðja sætinu með jafnteflinu en liðið er nú með 18 stig. Valur er sem fyrr í sjötta sæti en nú með 15 stig. Arna Sif: Vantar alla greddu þarna frammi„Þetta var drullu erfitt og það er fáránlegt að við höfum ekki nýtt okkur þetta,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir leik allt annað en sátt að hafa ekki nýtt liðsmuninn betur. „Í rauninni finnst mér við vera með leikinn allan tímann. Við höldum boltanum og þær fá einn kross og hún er ein á móti þrem og þakkar pent fyrir sig. Við erum ekki að skapa okkur nóg. „Það vantar alla greddu þarna frammi og viljan til að skora. Það hefur vantað í sumar,“ sagði Arna Sif sem var ekki í nokkrum vafa með að Garðar Örn Hinriksson dómari leiksins hafi dæmt rétt þegar hann rak Mist Edvardsdóttur af leikvelli og dæmdi víti. „Þetta er hárrétt. Hún hefði skorað ef hún hefði ekki ýtt henni á stöngina.“ Elín Metta: Stundum stöngin inn og stundum stöngin út„Ég fékk eitt gott færi í viðbót og var óheppinn að boltinn fór rétt framhjá. Þetta var frábær sending frá Hallberu en hann fór ekki inn,“ sagði Elín Metta Jensen um skallafæri sem hún fékk sem hefði getað komið Val tveimur mörkum yfir. Elín Metta skoraði fyrra mark Vals og verður ekki sökuð um að nýta ekki hitt færið sitt í leiknum þegar boltinn fór rétt framhjá úr erfiðu færi. „Mér fannst við nýta okkar tækifæri vel. Við duttum niður og vörðumst vel. Við börðumst allan tímann og sóttum hratt á þær og það gekk upp í eitt skiptið. „Við vorum agaðar í varnarleiknum og það var flott hjá liðinu að sýna þennan karakter og spila þetta lengi einum færri og halda svona vel. „Stundum er það stöngin út og stundum stöngin inn. Við lögðum allt í þetta og því miður dugði það ekki til. „Miðað við að vera 1-0 yfir og það var lítið eftir þá er maður svekktur að taka ekki öll stigin. Aftur á móti verðum við að gera okkur grein fyrir að við vorum einum færri,“ sagði Elín Metta sem var ekki sátt við rauða spjaldið sem Mist Edvardsdóttir fékk. „Mér fannst þetta ekki vera neitt. Hún finnur kannski einhverja snertingu og er sniðug og lætur sig detta. Leiðinlegt að falla í þessa gryfju og dæma víti og rautt.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur og Þór/KA skildu jöfn 1-1 í Pepsí deild kvenna í fótbolta á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í dag. Valur var manni færri í rúma klukkustund. Liðin voru mjög skipulögð og gáfu fá færi á sér í leiknum. Það hafði fátt markvert gerst þegar Þór/KA fékk óbeina aukaspyrnu á 29. mínútu en í kjölfarið af henni fékk Mist Edvardsdóttir að líta rauða spjaldið fyrir brot á Lillý Rut Hlynsdóttur í teignum.Þórdís María Aikman varði vítaspyrnu Kayla June Grimsley vel og sá til þess leikurinn var enn markalaus. Einum færri gaf Valur mjög fá færi á sér. Liðið varðist mjög vel og freistaði þess að beita skyndisóknum og upp úr einni slíkri komst Valur yfir á 64. mínútu.Hugrún Arna Jónsdóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem Elín Metta Jensen skallaði glæsilega í markið. Þór/KA fékk frábært færi strax eftir mark Vals en heilt yfir hélt skipulag Vals mjög vel og Þór/KA átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Gestirnir gáfust þó aldrei upp og sóknarleikurinn gengi brösuglega og náðu að jafna metin í uppbótartíma en það gerði Andrea Mist Pálsdóttir með góðu skot rétt utan teigs eftir að Valur náði ekki að hreinsa nógu vel frá marki sínu. Þór/KA hélt þriðja sætinu með jafnteflinu en liðið er nú með 18 stig. Valur er sem fyrr í sjötta sæti en nú með 15 stig. Arna Sif: Vantar alla greddu þarna frammi„Þetta var drullu erfitt og það er fáránlegt að við höfum ekki nýtt okkur þetta,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir leik allt annað en sátt að hafa ekki nýtt liðsmuninn betur. „Í rauninni finnst mér við vera með leikinn allan tímann. Við höldum boltanum og þær fá einn kross og hún er ein á móti þrem og þakkar pent fyrir sig. Við erum ekki að skapa okkur nóg. „Það vantar alla greddu þarna frammi og viljan til að skora. Það hefur vantað í sumar,“ sagði Arna Sif sem var ekki í nokkrum vafa með að Garðar Örn Hinriksson dómari leiksins hafi dæmt rétt þegar hann rak Mist Edvardsdóttur af leikvelli og dæmdi víti. „Þetta er hárrétt. Hún hefði skorað ef hún hefði ekki ýtt henni á stöngina.“ Elín Metta: Stundum stöngin inn og stundum stöngin út„Ég fékk eitt gott færi í viðbót og var óheppinn að boltinn fór rétt framhjá. Þetta var frábær sending frá Hallberu en hann fór ekki inn,“ sagði Elín Metta Jensen um skallafæri sem hún fékk sem hefði getað komið Val tveimur mörkum yfir. Elín Metta skoraði fyrra mark Vals og verður ekki sökuð um að nýta ekki hitt færið sitt í leiknum þegar boltinn fór rétt framhjá úr erfiðu færi. „Mér fannst við nýta okkar tækifæri vel. Við duttum niður og vörðumst vel. Við börðumst allan tímann og sóttum hratt á þær og það gekk upp í eitt skiptið. „Við vorum agaðar í varnarleiknum og það var flott hjá liðinu að sýna þennan karakter og spila þetta lengi einum færri og halda svona vel. „Stundum er það stöngin út og stundum stöngin inn. Við lögðum allt í þetta og því miður dugði það ekki til. „Miðað við að vera 1-0 yfir og það var lítið eftir þá er maður svekktur að taka ekki öll stigin. Aftur á móti verðum við að gera okkur grein fyrir að við vorum einum færri,“ sagði Elín Metta sem var ekki sátt við rauða spjaldið sem Mist Edvardsdóttir fékk. „Mér fannst þetta ekki vera neitt. Hún finnur kannski einhverja snertingu og er sniðug og lætur sig detta. Leiðinlegt að falla í þessa gryfju og dæma víti og rautt.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira