Rory McIlroy í efsta sæti á Opna breska eftir viðburðaríkan fyrsta hring 17. júlí 2014 20:17 Rory var mikið í sviðsljósinu í dag. AP/Getty Opna breska meistaramótið hófst í dag á Royal Liverpool vellinum eða Hoylake eins og hann er oft kallaður en eftir fyrsta hring er kunnuglegt nafn í efsta sæti. Það er Norður-Írinn Rory McIlroy eftir að hafa leikið á 66 höggum eða sex undir pari en hann er ekki ókunnugur því að taka forystuna snemma á Opna breska. Í öðru sæti er Ítalinn knái Matteo Manassero á fimm höggum undir pari en skor á fyrsta hring var almennt frekar gott og mörg stór nöfn ofarlega á skortöflunni. Þar má nefna Tiger Woods sem átti fínan hring upp á 70 högg eða tvo undir pari og hinn vinsæla Rickie Fowler sem lék á 69 höggum eða þremur undir. Þá eru margir kylfingar tveimur höggum á eftir McIlroy á fjórum höggum undir pari en það eru Edoardo og Francesco Molinaribræður, Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Brooks Koepka, Spánverjinn Sergio Garcia, Shane Lowry frá Írlandi og besti kylfingur heims, Adam Scott. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í dag höfðu töluvert forskot á þá sem ræstir voru út eftir hádegi en völlurinn varð harðari eftir því sem leið á daginn og einnig bætti í vindinn. Sigurvegari síðasta árs, Phil Mickelson, var einn af þeim sem fór seint út í dag en hann hóf titilvörnina illa og lék á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Masters meistarinn Bubba Watson var í enn meiri vandræðum en hann kom inn á fjórum höggum yfir pari og þarf að eiga góðan hring á morgun til þess að ná í gegn um niðurskurðinn. Fáir voru þó jafn vonlausir í dag og Ernie Els sem þrípúttaði rúmlega 40 cm pútt á afar klaufalegan hátt strax á fyrstu holu. Það gaf tóninn fyrir virkilega slæman hring upp á 79 högg eða sjö yfir pari en Els hefur alls ekki fundið sig á tímabilinu. Áhugavert verður að sjá hvort að McIlroy tekst að fylgja góðum hring í dag eftir á morgun en í gegn um tíðina hefur hann leikið annan hring á Opna breska afar illa og meðalskor hans á þeim hring töluvert hærra en gengur og gerist. Bein útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið hófst í dag á Royal Liverpool vellinum eða Hoylake eins og hann er oft kallaður en eftir fyrsta hring er kunnuglegt nafn í efsta sæti. Það er Norður-Írinn Rory McIlroy eftir að hafa leikið á 66 höggum eða sex undir pari en hann er ekki ókunnugur því að taka forystuna snemma á Opna breska. Í öðru sæti er Ítalinn knái Matteo Manassero á fimm höggum undir pari en skor á fyrsta hring var almennt frekar gott og mörg stór nöfn ofarlega á skortöflunni. Þar má nefna Tiger Woods sem átti fínan hring upp á 70 högg eða tvo undir pari og hinn vinsæla Rickie Fowler sem lék á 69 höggum eða þremur undir. Þá eru margir kylfingar tveimur höggum á eftir McIlroy á fjórum höggum undir pari en það eru Edoardo og Francesco Molinaribræður, Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Brooks Koepka, Spánverjinn Sergio Garcia, Shane Lowry frá Írlandi og besti kylfingur heims, Adam Scott. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í dag höfðu töluvert forskot á þá sem ræstir voru út eftir hádegi en völlurinn varð harðari eftir því sem leið á daginn og einnig bætti í vindinn. Sigurvegari síðasta árs, Phil Mickelson, var einn af þeim sem fór seint út í dag en hann hóf titilvörnina illa og lék á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Masters meistarinn Bubba Watson var í enn meiri vandræðum en hann kom inn á fjórum höggum yfir pari og þarf að eiga góðan hring á morgun til þess að ná í gegn um niðurskurðinn. Fáir voru þó jafn vonlausir í dag og Ernie Els sem þrípúttaði rúmlega 40 cm pútt á afar klaufalegan hátt strax á fyrstu holu. Það gaf tóninn fyrir virkilega slæman hring upp á 79 högg eða sjö yfir pari en Els hefur alls ekki fundið sig á tímabilinu. Áhugavert verður að sjá hvort að McIlroy tekst að fylgja góðum hring í dag eftir á morgun en í gegn um tíðina hefur hann leikið annan hring á Opna breska afar illa og meðalskor hans á þeim hring töluvert hærra en gengur og gerist. Bein útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira