Lífið

Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu

Atli Ísleifsson skrifar
Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. Því er ljóst að þeir sem ekki náðu sér í miða á tónleikana geta þó fylgst með þeim í tölvunni hjá sér heima. RÚV greindi frá.

Í frétt Billboard segir að aðrir tónleikar sem verða sömuleiðis sýndir á vef Yahoo eru fyrirhugaðir tónleikar Dave Matthews Band, KISS, John Legend, Usher, OneRepublic og svo má áfram telja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.