Matur

Uppskrift að þorskhnökkum í sveppasósu

Sólveig á Heilsutorgi deilir uppskrift að þorskhnökkum í sveppasósu með sætum kartöflum.

Uppskrift:

Þorskhnakkar (eða annar góður fiskur)

Grænar baunir ( belgbaunir)

Sveppir

Graslaukur

Gulrætur

Paprika

2 rif Hvítlaukur

1 askja létt sveppa ostur

Saltverk Reykjaness

Pipar


Tandori krydd frá Pottagöldrum

Cayenepipar

Grænmetisteningur

2 dl. Vatn

2 dl. nýmjólk

2 dl. vatn

Steikja grænmetið ásamt hvítlauknum (merja hvítlaukinn vel) á pönnu.

Hella vatninu yfir og grænmetisteningnum.

Hræra vel upp og bæta ostinum við.

Krydda til.

Hræra allt vel saman og í lokin bæta við mjólkinni.

Fiskinn í eldfast mót og allt gumsið yfir.

Inn í ofn og eldað eftir smekk.

Ég vil fisk alls ekki mikið eldaðan.

Í lítið eldfast mót skar ég niður sæta kartöflu og það er mjög gott með svona fiskrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×