Uppbótartíminn: Rauði Baróninn klikkaði | Myndbönd 28. júlí 2014 11:00 Chuck og félagar voru rassskelltir í fallslagnum í Grafarvogi. vísir/arnþór Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar, en þau láta Evrópukeppni ekkert á sig fá og halda áfram að vinna. Víkingar eru nú einir í þriðja sætinu eftir öruggan sigur á Fram sem er á botninum með Þórsurum. Fjölnir vann sinn fyrsta leik frá því í annarri umfeðr. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - BreiðablikKeflavík - ValurFram - VíkingurFylkir - FHStjarnan - ÍBVFjölnir - ÞórEmil Pálsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar.vísir/arnþórGóð umferð fyrir ...... Víkinga Nýliðarnir halda áfram vegferð sinni að Evrópukeppni, en ekkert lið hefur komið meira á óvart í sumar. Ekki nóg með að þeir tóku Framara létt í Dalnum, 3-0, þá féllu úrslitin með þeim í öðrum leikjum. KR og Keflavík töpuðu stigum og sitja Víkingar því einir í þriðja sæti með 25 stig eftir þrettán umferðir. Þessu bjóst ekki nokkur maður við.... Emil Pálsson Miðjumaðurinn öflugi var hreint frábær á undirbúningstímabilinu þar sem hann spilaði gjarnan sem fremsti maður. Hann raðaði inn mörkum og töldu ýmsir sparkspekingar að hann myndi verða ein af stjörnum sumarsins. Í staðinn hefur hann verið inn og út úr liðinu og ekki skorað mark. Það er að segja fyrr en í gærkvöldi þegar hann skoraði glæsilegt mark í 2-0 sigri á Fylki. Ljúft fyrir Emil að komast loks á blað.... Magga Gylfa Fögnuður hans eftir leik sagði allt sem segja þarf. Hann bangsaknúsaði aðstoðarþjálfarann Halldór Jón Sigurðsson rækilega þegar flautað var til leiksloka eftir sigurinn á Keflavík í Bítlabænum í gær. Eftir þrjá tapleiki í röð var afskaplega kærkomið að vinna sigur, og ekki verra að fá mörk frá Patrick Pedersen og Daða Bergssyni. Það væri ekki slæmt ef þeir tveir kæmust í gang á seinni hluta mótsins.Ármann Pétur Ævarsson í tapleiknum gegn Fjölni.vísir/arnþórErfið umferð fyrir ...... Pál Viðar Gíslason Sumarið hefur vissulega verið hreinlega erfitt fyrir þjálfara Þórsara, enda liðið í harðri fallbaráttu. Sjálfur hefur hann þó haldið haus í viðtölum og sagst hafa trú á verkefninu, eða þar til í gær. Eftir tapið gegn Fjölni í gærkvöldi viðurkenndi Páll Viðar í fyrsta skipti, að ef Þórsarar fara ekki að girða sig í brók fara þeir „lóðrétt niður“ eins og hann orðaði það sjálfur.... Keflvíkinga Keflvíkingar hafa staðið sig mun betur en margir héldu í sumar, en þeir hafa nú rekist á ansi þykkan vegg virðist vera í Pepsi-deildinni. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar töpuðu fyrir Val í gærkvöldi með sigurmarki frá gestunum á 86. mínútu og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni.... Rauða Baróninn Dómarinn Garðar Örn Hinriksson rak Stefán Loga Magnússon ranglega af velli í Frostaskjólinu í gærkvöldi. Áfall fyrir Rauða Baróninn sem vanalega neglir allar ákvarðanir þegar kemur að rauðum spjöldum. Ekki nóg með það heldur kom upp ansi vandræðalegt atvik í leiknum þegar hann var of fljótur að dæma og rændi algjöru dauðafæri af Blikum sem þeir gerðu sig líklega til að skora úr. Ekki besti dagur Garðars Arnar.Siggi Raggi og Dean Martin hafa ekki náð að snúa gengi Eyjamanna á gervigrasi við.vísir/daníelTölfræðin: *Fjölnisliðið var fyrir sigurinn á Þór búið að leika tíu deildarleiki í röð án sigurs sem er lengsta bið félagsins eftir sigri í efstu deild (metið var áður 9 leikir í röð án sigurs sumarið 2009). *Þórsarar hafa ekki náð í eitt einasta stig í þremur leikjum sínum við nýliða Fjölnis og Víkings í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan er 4-9 þeim í óhag. *Arnar Már Björgvinsson er búinn að leggja upp mark í þremur leikjum Stjörnunnar í röð í Pepsi-deildinni. *Eyjamenn hafa ekki náð að fagna sigri á gervigrasi í Pepsi-deildinni undanfarin fjögur tímabil (2 stig í 5 leikjum). *KR-ingar voru undir í hálfleik í sjötta sinn í Pepsi-deildinni í sumar og markatala KR-liðsins fyrstu 45 mínútur leikjanna er -5 (8-13). *KR-ingar voru búnir að vinna 14 leiki í röð í deild (9) og bikar (5) á KR-vellinum fyrir jafnteflið við Blika eða allt frá þvi að Blikar fóru í burtu með stig af KR-vellinum á síðasta tímabili. *Valsmenn hafa náð í 7 stig af 9 mögulegum í leikjunum þremur í Pepsi-deildinni þar sem Patrick Pedersen hefur verið í byrjunarliðinu. *Víkingar hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Framarar hafa ekki skorað í 357 mínútur í Pepsi-deildinni og fengið á sig 9 mörk á sama tíma. *Framarar töpuðu sínum fimmta deildarleik í röð og markatalan í þessum fimm leikjum er -12 (1-13).Steven Lennon var mættur á bekkinn hjá FH.vísir/arnþórSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni: Kristinn Páll Teitsson á Fjölnisvellinum: „Gunnar Már Guðmundsson skoraði mark - Þetta er vandræðalegur varnarleikur. Gunnar Már kemur ódekkaður á fjærstöng og leggur fyrirgjöf Ragnars snyrtilega í netið. Ég hef gjörsamlega enga hugmynd hvers konar varnarleikur þetta var. “ Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: Ég gæti hafa jinxað þetta með því að segja áðan að skýin hótuðu ekki rigningu því það er byrjað að rigna. Ég biðst afsökunar en um leið sé ég ekki eftir neinu.“ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Steven Lennon spilar í skær appelsínugulum skóm. Gæti trúað því að það sé sekt gegn Fylki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Daníel Laxdal, Stjörnunni - 9 Sveinn Sigurður Jóhanneson, Stjörnunni - 8 Martin Rauschenberg, Stjörnunni - 8 Michael Præst, Stjörnunni - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni - 8 Igor Taskovic, Víkingi - 8 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 8 Emil Pálsson, FH - 8 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Aron Grétar Jafetsson, Keflavík - 3 Andrew Sousa, Fylki - 3Umræðan #pepsi365Var Óli Þórðar í PumaKing á hliðarlínunni. #pepsi365 ég spilaði síðast í svoleiðis. #Hörðugömlukallarnir — Flameboypro (@Flameboypro) July 27, 2014Með þessa miðju verða Valsarar seigir út sumarið.. Tonny - Iain Williamsson - Kristinn Freyr.. #whatamidfield#fotbolti#pepsi365 — Guðmundur Pálsson (@gummipals) July 27, 2014Markmidid lifir enn Víkingur Íslandsmeistari #2014 #fotbolti#pepsi365 — Hallgrimur Dan (@hallidan) July 27, 2014Fínt að fá BG4 í þjálfarateymið í Vesturbænum eftir tímabilið #pepsi365 — Halldór H (@halldorgrondal) July 27, 2014Palli Gísla búinn að dæma sitt eigið lið niður #þrot#pepsi365 — Hlynur Valsson (@hlynurvals) July 27, 2014Þetta var alltaf rautt á Stefán Loga #pepsi365 — Páll Sævar Guðjónsso (@PallSaevar) July 27, 2014Svo rangur dómur á svo marga vegu, persónulega finnst mér þetta ekki aukaspyrna í fyrsta lagi #KRBrei#pepsi365 — Denni (@Denni240) July 27, 2014Ekki rautt af mínu mati, hann rændi ekki augljósu marktækifæri. Varnarmaðurinn var ofaní þessu. #pepsi365 — Benedikt Sigmundsson (@BenniJon) July 27, 2014Nei núna setti Ásmundur síðasta naglann sinn í kistuna! Agnar Bragi í framherjann með senter á bekk #pepsi365#ásiout#fotbolti — Júlíus Jóhannesson (@juliusjnr) July 27, 2014Þvílík hörmungar dómgæsla á báða bóga á Samsung í dag. Endalaus flaut frá athyglissjúkum dómara! #athyglissýkin#pepsi365 — Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) July 27, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Bergsveinn Ólafsson, Fjölni Öll mörkin úr 13. umferðinni: Atvik 13. umferðar: Stefán Logi fær rautt spjald Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Valsmenn upp fyrir Keflvíkinga Daði Bergsson tryggði Valsmönnum sigurinn á Nettó vellinum í kvöld. 27. júlí 2014 14:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-0 | Stjarnan á flugi Stjörnumenn komust á topp Pepsi-deildarinnar, allavega um stundarsakir, með 2-0 sigri á ÍBV á heimavelli. 27. júlí 2014 14:32 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Tíu KR-ingar héldu út Tíu KR-ingar héldu út í tæplega hálftíma í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Stefán Logi Magnússon fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins en gestirnir úr Kópavogi náðu ekki að kreista fram sigurmark. 27. júlí 2014 14:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Víkingur 0-3 | Framarar afgreiddir í seinni hálfleik Víkingar skoruðu þrjú mörk í seinni og unnu í Dalnum. 27. júlí 2014 14:36 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Þór 4-1 | Loksins sigur hjá Fjölni Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. 27. júlí 2014 14:31 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Erfið fæðing hjá FH FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. 27. júlí 2014 14:33 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar, en þau láta Evrópukeppni ekkert á sig fá og halda áfram að vinna. Víkingar eru nú einir í þriðja sætinu eftir öruggan sigur á Fram sem er á botninum með Þórsurum. Fjölnir vann sinn fyrsta leik frá því í annarri umfeðr. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - BreiðablikKeflavík - ValurFram - VíkingurFylkir - FHStjarnan - ÍBVFjölnir - ÞórEmil Pálsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar.vísir/arnþórGóð umferð fyrir ...... Víkinga Nýliðarnir halda áfram vegferð sinni að Evrópukeppni, en ekkert lið hefur komið meira á óvart í sumar. Ekki nóg með að þeir tóku Framara létt í Dalnum, 3-0, þá féllu úrslitin með þeim í öðrum leikjum. KR og Keflavík töpuðu stigum og sitja Víkingar því einir í þriðja sæti með 25 stig eftir þrettán umferðir. Þessu bjóst ekki nokkur maður við.... Emil Pálsson Miðjumaðurinn öflugi var hreint frábær á undirbúningstímabilinu þar sem hann spilaði gjarnan sem fremsti maður. Hann raðaði inn mörkum og töldu ýmsir sparkspekingar að hann myndi verða ein af stjörnum sumarsins. Í staðinn hefur hann verið inn og út úr liðinu og ekki skorað mark. Það er að segja fyrr en í gærkvöldi þegar hann skoraði glæsilegt mark í 2-0 sigri á Fylki. Ljúft fyrir Emil að komast loks á blað.... Magga Gylfa Fögnuður hans eftir leik sagði allt sem segja þarf. Hann bangsaknúsaði aðstoðarþjálfarann Halldór Jón Sigurðsson rækilega þegar flautað var til leiksloka eftir sigurinn á Keflavík í Bítlabænum í gær. Eftir þrjá tapleiki í röð var afskaplega kærkomið að vinna sigur, og ekki verra að fá mörk frá Patrick Pedersen og Daða Bergssyni. Það væri ekki slæmt ef þeir tveir kæmust í gang á seinni hluta mótsins.Ármann Pétur Ævarsson í tapleiknum gegn Fjölni.vísir/arnþórErfið umferð fyrir ...... Pál Viðar Gíslason Sumarið hefur vissulega verið hreinlega erfitt fyrir þjálfara Þórsara, enda liðið í harðri fallbaráttu. Sjálfur hefur hann þó haldið haus í viðtölum og sagst hafa trú á verkefninu, eða þar til í gær. Eftir tapið gegn Fjölni í gærkvöldi viðurkenndi Páll Viðar í fyrsta skipti, að ef Þórsarar fara ekki að girða sig í brók fara þeir „lóðrétt niður“ eins og hann orðaði það sjálfur.... Keflvíkinga Keflvíkingar hafa staðið sig mun betur en margir héldu í sumar, en þeir hafa nú rekist á ansi þykkan vegg virðist vera í Pepsi-deildinni. Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar töpuðu fyrir Val í gærkvöldi með sigurmarki frá gestunum á 86. mínútu og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni.... Rauða Baróninn Dómarinn Garðar Örn Hinriksson rak Stefán Loga Magnússon ranglega af velli í Frostaskjólinu í gærkvöldi. Áfall fyrir Rauða Baróninn sem vanalega neglir allar ákvarðanir þegar kemur að rauðum spjöldum. Ekki nóg með það heldur kom upp ansi vandræðalegt atvik í leiknum þegar hann var of fljótur að dæma og rændi algjöru dauðafæri af Blikum sem þeir gerðu sig líklega til að skora úr. Ekki besti dagur Garðars Arnar.Siggi Raggi og Dean Martin hafa ekki náð að snúa gengi Eyjamanna á gervigrasi við.vísir/daníelTölfræðin: *Fjölnisliðið var fyrir sigurinn á Þór búið að leika tíu deildarleiki í röð án sigurs sem er lengsta bið félagsins eftir sigri í efstu deild (metið var áður 9 leikir í röð án sigurs sumarið 2009). *Þórsarar hafa ekki náð í eitt einasta stig í þremur leikjum sínum við nýliða Fjölnis og Víkings í Pepsi-deildinni í sumar og markatalan er 4-9 þeim í óhag. *Arnar Már Björgvinsson er búinn að leggja upp mark í þremur leikjum Stjörnunnar í röð í Pepsi-deildinni. *Eyjamenn hafa ekki náð að fagna sigri á gervigrasi í Pepsi-deildinni undanfarin fjögur tímabil (2 stig í 5 leikjum). *KR-ingar voru undir í hálfleik í sjötta sinn í Pepsi-deildinni í sumar og markatala KR-liðsins fyrstu 45 mínútur leikjanna er -5 (8-13). *KR-ingar voru búnir að vinna 14 leiki í röð í deild (9) og bikar (5) á KR-vellinum fyrir jafnteflið við Blika eða allt frá þvi að Blikar fóru í burtu með stig af KR-vellinum á síðasta tímabili. *Valsmenn hafa náð í 7 stig af 9 mögulegum í leikjunum þremur í Pepsi-deildinni þar sem Patrick Pedersen hefur verið í byrjunarliðinu. *Víkingar hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Framarar hafa ekki skorað í 357 mínútur í Pepsi-deildinni og fengið á sig 9 mörk á sama tíma. *Framarar töpuðu sínum fimmta deildarleik í röð og markatalan í þessum fimm leikjum er -12 (1-13).Steven Lennon var mættur á bekkinn hjá FH.vísir/arnþórSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni: Kristinn Páll Teitsson á Fjölnisvellinum: „Gunnar Már Guðmundsson skoraði mark - Þetta er vandræðalegur varnarleikur. Gunnar Már kemur ódekkaður á fjærstöng og leggur fyrirgjöf Ragnars snyrtilega í netið. Ég hef gjörsamlega enga hugmynd hvers konar varnarleikur þetta var. “ Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: Ég gæti hafa jinxað þetta með því að segja áðan að skýin hótuðu ekki rigningu því það er byrjað að rigna. Ég biðst afsökunar en um leið sé ég ekki eftir neinu.“ Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvellinum: „Steven Lennon spilar í skær appelsínugulum skóm. Gæti trúað því að það sé sekt gegn Fylki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Daníel Laxdal, Stjörnunni - 9 Sveinn Sigurður Jóhanneson, Stjörnunni - 8 Martin Rauschenberg, Stjörnunni - 8 Michael Præst, Stjörnunni - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni - 8 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni - 8 Igor Taskovic, Víkingi - 8 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 8 Emil Pálsson, FH - 8 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Aron Grétar Jafetsson, Keflavík - 3 Andrew Sousa, Fylki - 3Umræðan #pepsi365Var Óli Þórðar í PumaKing á hliðarlínunni. #pepsi365 ég spilaði síðast í svoleiðis. #Hörðugömlukallarnir — Flameboypro (@Flameboypro) July 27, 2014Með þessa miðju verða Valsarar seigir út sumarið.. Tonny - Iain Williamsson - Kristinn Freyr.. #whatamidfield#fotbolti#pepsi365 — Guðmundur Pálsson (@gummipals) July 27, 2014Markmidid lifir enn Víkingur Íslandsmeistari #2014 #fotbolti#pepsi365 — Hallgrimur Dan (@hallidan) July 27, 2014Fínt að fá BG4 í þjálfarateymið í Vesturbænum eftir tímabilið #pepsi365 — Halldór H (@halldorgrondal) July 27, 2014Palli Gísla búinn að dæma sitt eigið lið niður #þrot#pepsi365 — Hlynur Valsson (@hlynurvals) July 27, 2014Þetta var alltaf rautt á Stefán Loga #pepsi365 — Páll Sævar Guðjónsso (@PallSaevar) July 27, 2014Svo rangur dómur á svo marga vegu, persónulega finnst mér þetta ekki aukaspyrna í fyrsta lagi #KRBrei#pepsi365 — Denni (@Denni240) July 27, 2014Ekki rautt af mínu mati, hann rændi ekki augljósu marktækifæri. Varnarmaðurinn var ofaní þessu. #pepsi365 — Benedikt Sigmundsson (@BenniJon) July 27, 2014Nei núna setti Ásmundur síðasta naglann sinn í kistuna! Agnar Bragi í framherjann með senter á bekk #pepsi365#ásiout#fotbolti — Júlíus Jóhannesson (@juliusjnr) July 27, 2014Þvílík hörmungar dómgæsla á báða bóga á Samsung í dag. Endalaus flaut frá athyglissjúkum dómara! #athyglissýkin#pepsi365 — Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) July 27, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Bergsveinn Ólafsson, Fjölni Öll mörkin úr 13. umferðinni: Atvik 13. umferðar: Stefán Logi fær rautt spjald
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Valsmenn upp fyrir Keflvíkinga Daði Bergsson tryggði Valsmönnum sigurinn á Nettó vellinum í kvöld. 27. júlí 2014 14:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-0 | Stjarnan á flugi Stjörnumenn komust á topp Pepsi-deildarinnar, allavega um stundarsakir, með 2-0 sigri á ÍBV á heimavelli. 27. júlí 2014 14:32 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Tíu KR-ingar héldu út Tíu KR-ingar héldu út í tæplega hálftíma í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Stefán Logi Magnússon fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins en gestirnir úr Kópavogi náðu ekki að kreista fram sigurmark. 27. júlí 2014 14:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Víkingur 0-3 | Framarar afgreiddir í seinni hálfleik Víkingar skoruðu þrjú mörk í seinni og unnu í Dalnum. 27. júlí 2014 14:36 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Þór 4-1 | Loksins sigur hjá Fjölni Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. 27. júlí 2014 14:31 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Erfið fæðing hjá FH FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. 27. júlí 2014 14:33 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Valsmenn upp fyrir Keflvíkinga Daði Bergsson tryggði Valsmönnum sigurinn á Nettó vellinum í kvöld. 27. júlí 2014 14:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-0 | Stjarnan á flugi Stjörnumenn komust á topp Pepsi-deildarinnar, allavega um stundarsakir, með 2-0 sigri á ÍBV á heimavelli. 27. júlí 2014 14:32
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Tíu KR-ingar héldu út Tíu KR-ingar héldu út í tæplega hálftíma í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Stefán Logi Magnússon fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins en gestirnir úr Kópavogi náðu ekki að kreista fram sigurmark. 27. júlí 2014 14:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Víkingur 0-3 | Framarar afgreiddir í seinni hálfleik Víkingar skoruðu þrjú mörk í seinni og unnu í Dalnum. 27. júlí 2014 14:36
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Þór 4-1 | Loksins sigur hjá Fjölni Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. 27. júlí 2014 14:31
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Erfið fæðing hjá FH FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. 27. júlí 2014 14:33