Sveinn Andri hefur engar áhyggjur af ímynd sinni á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2014 12:29 Ef menn bregða á leik með forsíðumyndir sínar á Facebookmyndir sínar er líklegt að þeir verði léttvægir fundnir. Hér getur að líta þá mynd sem Sveinn Andri gefur af sér; með sólgleraugu og fráhneppta skyrtu. Ný rannsókn leiðir í ljós að ef auðkennismyndir fólks á Facebook vísa til kynþokka, til dæmis sumarleyfismyndir þar sem sést í nakið hold, hættir fólki til að afgreiða viðkomandi umsvifalaust sem ómarktækan. En, ef um er að ræða hefðbundna passamynd, og jafnvel púkalega, eru fólk talið ábyggilegt og markvert. Fólk ætti því að hugsa sig um tvisvar áður en það velur forsíðu-mynd af sér á Facebooksíðu sína -- vilji það teljast trúverðugt. BBC greinir frá þessari rannsókn sem gerð var í Oregon Háskóla, en hún leiðir í ljós með ótvíræðum og óyggjandi hætti. Hundrað og átján ungar konur voru fengnar til að meta tvær Facebook-síður sem voru algerlega sambærilegar nema forsíðumyndirnar voru frábrugðnar, eins og áður segir; þar sem forsíðumyndin er lífleg eru orð viðkomandi og það hann hefur fram að færa afgreitt sem léttvægt. Í raun á þetta ekki að þurfa að koma á óvart en það vekur athygli hversu sterkt ímynd orkar. Einn þeirra sem er afskaplega frjálslegur í fasi á Facebook er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Auðkennismynd hans nú sýnir hann með sólgleraugu, með fráhneppta skyrtu við pálmatré. Prófíl-myndir Sveins hafa í gegnum tíðina verið líflegar og Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur af þessum fréttum. „Fólk sem tekur sjálft sig alltof alvarlega reynir að gefa af sér alvarlega ímynd á Facebook. Sumir eru bara alvarlegir og taka sjálfa sig hátíðlega og það er þá þeirra mál. Ætli þetta sé ekki, í mínu tilfelli, ekki það að ég taki mig ekki of alvarlega,“ segir Sveinn.En, ímyndin skiptir meiru en ef til vill menn gera sér grein fyrir? Miklu meiru en það sem sagt er og það sem menn hafa fram að færa? „Ég held að það séu voðalega fáir sem hafa Facebook-reikning sem velti því fyrir sér hvaða ímynd þeir gefa af sér. Auðvitað eru einhverjir sem eru í því, og þeirra líf gengur þá meira og minna út á einhverja PR-mennsku og almannatengsl, en í 99 prósenta tilvika gefur Facebook nasasjón af karakternum sjálfum,“ segir Sveinn Andri sem ætlar ekki að láta þetta stjórna sér og sínu lífi. Og hann hefur engar áhyggjur af því að sú mynd sem hann gefur af sér á Facebook leiði til þess að orð hans verði léttvæg fundin eða að viðskiptavinir treysti honum ekki. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Ný rannsókn leiðir í ljós að ef auðkennismyndir fólks á Facebook vísa til kynþokka, til dæmis sumarleyfismyndir þar sem sést í nakið hold, hættir fólki til að afgreiða viðkomandi umsvifalaust sem ómarktækan. En, ef um er að ræða hefðbundna passamynd, og jafnvel púkalega, eru fólk talið ábyggilegt og markvert. Fólk ætti því að hugsa sig um tvisvar áður en það velur forsíðu-mynd af sér á Facebooksíðu sína -- vilji það teljast trúverðugt. BBC greinir frá þessari rannsókn sem gerð var í Oregon Háskóla, en hún leiðir í ljós með ótvíræðum og óyggjandi hætti. Hundrað og átján ungar konur voru fengnar til að meta tvær Facebook-síður sem voru algerlega sambærilegar nema forsíðumyndirnar voru frábrugðnar, eins og áður segir; þar sem forsíðumyndin er lífleg eru orð viðkomandi og það hann hefur fram að færa afgreitt sem léttvægt. Í raun á þetta ekki að þurfa að koma á óvart en það vekur athygli hversu sterkt ímynd orkar. Einn þeirra sem er afskaplega frjálslegur í fasi á Facebook er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Auðkennismynd hans nú sýnir hann með sólgleraugu, með fráhneppta skyrtu við pálmatré. Prófíl-myndir Sveins hafa í gegnum tíðina verið líflegar og Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur af þessum fréttum. „Fólk sem tekur sjálft sig alltof alvarlega reynir að gefa af sér alvarlega ímynd á Facebook. Sumir eru bara alvarlegir og taka sjálfa sig hátíðlega og það er þá þeirra mál. Ætli þetta sé ekki, í mínu tilfelli, ekki það að ég taki mig ekki of alvarlega,“ segir Sveinn.En, ímyndin skiptir meiru en ef til vill menn gera sér grein fyrir? Miklu meiru en það sem sagt er og það sem menn hafa fram að færa? „Ég held að það séu voðalega fáir sem hafa Facebook-reikning sem velti því fyrir sér hvaða ímynd þeir gefa af sér. Auðvitað eru einhverjir sem eru í því, og þeirra líf gengur þá meira og minna út á einhverja PR-mennsku og almannatengsl, en í 99 prósenta tilvika gefur Facebook nasasjón af karakternum sjálfum,“ segir Sveinn Andri sem ætlar ekki að láta þetta stjórna sér og sínu lífi. Og hann hefur engar áhyggjur af því að sú mynd sem hann gefur af sér á Facebook leiði til þess að orð hans verði léttvæg fundin eða að viðskiptavinir treysti honum ekki.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira