Lífið

Partý á toppi Esjunnar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
DJ Margeir & Ásdís María troða upp í þessari miklu veislu.
DJ Margeir & Ásdís María troða upp í þessari miklu veislu. Mynd/Hörður Sveinsson
„Nú erum við ekki bara stærsti skemmtistaður í heimi, því við verðum hæsti skemmtistaður í heimi um helgina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova en fyrirtækið setur upp stærsta skemmtistað í heimi á toppi Esjunnar á sunnudag.

„Það er mikil heilsuvakning í gangi og allir komnir með snjallúr og heilsuöpp í farsímann. Við hvetjum því alla til að græja sig upp með rétta búnaðinum og öppunum og skella sér í heilsugöngu með tónleikum á toppnum sem verðlaun.“

„Við erum með risa hljóðkerfi sem við flytjum upp á Esjuna með þyrlu og svo verður bara veisla frá klukkan ellefu til hálf tvö,“ segir Guðmundur Arnar, en einnig verður rafstöð flutt upp á topp svo hægt sé að nota allar græjurnar því lítið er um raflagnir á þessum slóðum.

DJ Margeir & Ásdís María troða upp í þessari miklu veislu. „Þyrluþjónustan Helo mun fljúga með hljóðkerfið, DJ búrið glæsilega og diskókúluna hálfu sem var sérsmíðuð fyrir Margeir,“ bætir Guðmundur Arnar við. Diskóbúrið hefur vakið hefur mikla athygli í sumar, nú síðast á Arena de Ingólfstorg á meðan úrslitakeppni HM stóð yfir.

Guðmundur Arnar lofar miklu stuði og segir að það verði ekki kalt á toppnum á sunnudag. „Það er svo fallegt og flott þarna uppi núna og útsýnið verður ekki betra, það verður ekki kalt á toppnum á sunnudag. Við ætlum líka að dæla út Hámark-drykkjum, þannig að fólkið verði einnig fullt af orku þegar það leggur í'ann.“

Herlegheitin hefjast klukkan ellefu á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×