Mætti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júlí 2014 11:00 Haraldur Geir fékk aukalíf í Candy Crush. Haraldur Geir Þorsteinsson mætti tveimur tímum of snemma í vinnuna í morgun því hann breytti klukkunni á símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum Candy Crush. Hann átti að mæta til vinnu klukkan níu en áttaði sig á mistökunum átta mínútur í sjö þegar hann var að keyra Sæbrautina. Þessi aðferð; að fá aukalíf í Candy Crush með því að skipta um tímabelti í símanum er þekkt aðferð á meðal þeirra sem eru vanir að spila leikinn. Haraldur skrifaði um málið á Facebook og hafði blaðamaður samband við hann til að glöggva sig betur á málinu. „Umferðin var óvenju þægileg í morgun. Ég var eiginlega á „Cruise Control“ þegar ég vaknaði. Ég man meira að segja eftir að hafa litið á klukkuna í bílnum þegar ég settist undir stýrið. En áttaði mig ekki á þessu einhvernveginn,“ segir Haraldur og hlær. Hann heldur áfram að lýsa aðstæðum í morgun: „Eins og ég segi, ég áttaði mig á þessu þegar ég var á Sæbrautinni og þá var ekkert að gera annað en að halda aftur heim. Sem betur fer var verið að endursýna leik Manchester United og LA Galaxy frá því í nótt. Það var bara fínt að horfa á leikinn aftur.“ En Haraldur, sem er búsettur í Árbænum og starfar í Íslandsbanka, sá þó einn galla við þetta. „Já, það var náttúrulega leiðinlegt fyrir frúna að vera vakin tvisvar,“ segir hann kátur. Hann segist hafa lært lexíu á þessu öllu. „Já, núna fer maður bara að lesa bækur fyrir svefninn, ekki spila Candy Crush." Haraldur veitti Vísi leyfi til að birta stöðufærsluna sem hefur vakið góð viðbrögð á meðal vina hans á Facebook:Dagurinn byrjaði stórfenglega.Allt hófst að vísu mjög eðlilega - vaknaði við vekjaraklukkuna en var þó óvenju þreyttur.Settist stuttu seinna upp í bíl og leit á klukkuna þar,"6:52" - hugsaði með mér "ahh, verð aðeins of seinn", sem mögulega hefði verið raunin ef ég væri í vinnu á Ólafsvík.Þegar ég er að keyra Sæbrautina þá fer ég að velta fyrir mér hvernig standi á því að það séu svona fáir bílar á ferli, nánast engin umferð. Lít aftur á klukkuna, "7:00". Í þetta skiptið voru nokkur tannhjól í toppstykkinu farin að snúast og ég átta mig á því hvað hefur gerst.Kvöldið áður hafði undrabarnið hann Haraldur verið að stytta sér stundir í því mikla kraftaverki sem Candy Crush er. Á einum tímapunkti höfðu lífin fjarað út og því var gripið til viðeigandi ráðstafana - klukkan í símanum stillt 2 klukkutíma fram í tímann og þar af leiðandi sköpuðust 4 ný líf. Þessu hefði ég betur sleppt.Nú er ég mættur aftur heim og mun gera aðra tilraun til þess að mæta í vinnuna eftir klukkutíma. Á meðan stytti ég mér stundir með því að horfa á endurupptöku af viðureign Manchester United og LA Galaxy síðan fyrr í nótt.Morgunstund gefur gull í mund.Lexía dagsins: byrja að lesa bækur fyrir svefnin Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Haraldur Geir Þorsteinsson mætti tveimur tímum of snemma í vinnuna í morgun því hann breytti klukkunni á símanum sínum til þess að fá aukalíf í leiknum Candy Crush. Hann átti að mæta til vinnu klukkan níu en áttaði sig á mistökunum átta mínútur í sjö þegar hann var að keyra Sæbrautina. Þessi aðferð; að fá aukalíf í Candy Crush með því að skipta um tímabelti í símanum er þekkt aðferð á meðal þeirra sem eru vanir að spila leikinn. Haraldur skrifaði um málið á Facebook og hafði blaðamaður samband við hann til að glöggva sig betur á málinu. „Umferðin var óvenju þægileg í morgun. Ég var eiginlega á „Cruise Control“ þegar ég vaknaði. Ég man meira að segja eftir að hafa litið á klukkuna í bílnum þegar ég settist undir stýrið. En áttaði mig ekki á þessu einhvernveginn,“ segir Haraldur og hlær. Hann heldur áfram að lýsa aðstæðum í morgun: „Eins og ég segi, ég áttaði mig á þessu þegar ég var á Sæbrautinni og þá var ekkert að gera annað en að halda aftur heim. Sem betur fer var verið að endursýna leik Manchester United og LA Galaxy frá því í nótt. Það var bara fínt að horfa á leikinn aftur.“ En Haraldur, sem er búsettur í Árbænum og starfar í Íslandsbanka, sá þó einn galla við þetta. „Já, það var náttúrulega leiðinlegt fyrir frúna að vera vakin tvisvar,“ segir hann kátur. Hann segist hafa lært lexíu á þessu öllu. „Já, núna fer maður bara að lesa bækur fyrir svefninn, ekki spila Candy Crush." Haraldur veitti Vísi leyfi til að birta stöðufærsluna sem hefur vakið góð viðbrögð á meðal vina hans á Facebook:Dagurinn byrjaði stórfenglega.Allt hófst að vísu mjög eðlilega - vaknaði við vekjaraklukkuna en var þó óvenju þreyttur.Settist stuttu seinna upp í bíl og leit á klukkuna þar,"6:52" - hugsaði með mér "ahh, verð aðeins of seinn", sem mögulega hefði verið raunin ef ég væri í vinnu á Ólafsvík.Þegar ég er að keyra Sæbrautina þá fer ég að velta fyrir mér hvernig standi á því að það séu svona fáir bílar á ferli, nánast engin umferð. Lít aftur á klukkuna, "7:00". Í þetta skiptið voru nokkur tannhjól í toppstykkinu farin að snúast og ég átta mig á því hvað hefur gerst.Kvöldið áður hafði undrabarnið hann Haraldur verið að stytta sér stundir í því mikla kraftaverki sem Candy Crush er. Á einum tímapunkti höfðu lífin fjarað út og því var gripið til viðeigandi ráðstafana - klukkan í símanum stillt 2 klukkutíma fram í tímann og þar af leiðandi sköpuðust 4 ný líf. Þessu hefði ég betur sleppt.Nú er ég mættur aftur heim og mun gera aðra tilraun til þess að mæta í vinnuna eftir klukkutíma. Á meðan stytti ég mér stundir með því að horfa á endurupptöku af viðureign Manchester United og LA Galaxy síðan fyrr í nótt.Morgunstund gefur gull í mund.Lexía dagsins: byrja að lesa bækur fyrir svefnin
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira