Einstök ofurfæða í græna safa Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:00 Grænir safar eru afar vinsælir um þessar mundir og eru fljótleg leið til þess að fá næringu og orku í kroppinn. Hér koma sjö einstaklega næringarríkar fæðutegundir sem eru frábærar til þess að gera safann enn hollari. 1. Spirulina Spirulina er blá-grænþörungur og er talin einhver næringarmesta fæða sem völ er á. Hún inniheldur fleiri næringarefni en nokkur önnur þekkt planta eða jurt. Hún er rík af próteini, járni, nauðsynlegum amínósýrum og B-12 vítamíni. Spirulina hjálpar til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum og er frábær til þess að byggja upp ónæmiskerfið. Hægt að er að fá spirulina í duftformi og hentar því vel í safann. 2. HveitigrasHveitgras er frábært í græna safa og er hægt að fá bæði í duft og vökvaformi. Það er ríkt af kalsíum, magnesíum og fleiri nauðsynlegum steinefnum. Hveitigras er talið hafa góð áhrif á ónæmiskerfið, gott fyrir meltinguna og geta stuðlað að hreinsun lifrarinnar. 3. HörfræHörfræ eru frábær uppspretta hollra og nauðsynlegra fitusýra, andoxunarefna og annara næringarefna. Þau eru þekkt fyrir hátt hlutfall trefja og geta hjálpað til við meltinguna. Hægt er að kaupa þau mulin og henta þau því vel út í græna safann.4. Chia fræChia fræ eru stútfull af næringu, þau innihalda mikið magn af omega 3 fitusýrum ásamt því að vera góð uppspretta próteins. Þau geta hjálpað til við að halda vökvajafnvægi í líkamanum vegna þess hversu mikið vatn þau soga í sig. Safar eru frábær leið til þess að koma chia fræum inn í mataræðið.5. MacaMaca-duft er unnið úr maca-rótinni sem vex í hæstu hæðum Andesfjalla. Rótin er þurrkuð og möluð í duft sem er afar næringarríkt. Það er stútfullt af vítamínum, steinefnum og amínósýrum og er mjög orkugefandi. Maca er einning talið geta hjálpað til við að koma hormónabúskap líkamans í jafnvægi og hefur reynst konum á breytingarskeiðinu sérstaklega vel. Það er auk þess mjög bragðgott.6.KakónibburKakónibbur eru kakóbaunir sem eru muldar niður að hluta og eru undirstaða allrar súkkulaði framleiðslu. Þær gefa gott bragð í djúsinn og eru fullar af andoxunarefnum og næringu. Þær eru ríkar af járni, kalki, sinki og frábær leið til þess að fá nægilegan magnesíum skammt í kroppinn.7.HampfræHampfræ eru frábær uppspretta orku, eru mjög bragðgóð og næringarrík. Þau eru með sérstaklega gott jafnvægi á omega 3,6 og 9 og eru auk þess góð uppspretta af próteini, magnesíum, zínki og járni. Þau eru talin geta hjálpað til við húðvandamál og þá sérstaklega þurra húð og exem. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Grænir safar eru afar vinsælir um þessar mundir og eru fljótleg leið til þess að fá næringu og orku í kroppinn. Hér koma sjö einstaklega næringarríkar fæðutegundir sem eru frábærar til þess að gera safann enn hollari. 1. Spirulina Spirulina er blá-grænþörungur og er talin einhver næringarmesta fæða sem völ er á. Hún inniheldur fleiri næringarefni en nokkur önnur þekkt planta eða jurt. Hún er rík af próteini, járni, nauðsynlegum amínósýrum og B-12 vítamíni. Spirulina hjálpar til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum og er frábær til þess að byggja upp ónæmiskerfið. Hægt að er að fá spirulina í duftformi og hentar því vel í safann. 2. HveitigrasHveitgras er frábært í græna safa og er hægt að fá bæði í duft og vökvaformi. Það er ríkt af kalsíum, magnesíum og fleiri nauðsynlegum steinefnum. Hveitigras er talið hafa góð áhrif á ónæmiskerfið, gott fyrir meltinguna og geta stuðlað að hreinsun lifrarinnar. 3. HörfræHörfræ eru frábær uppspretta hollra og nauðsynlegra fitusýra, andoxunarefna og annara næringarefna. Þau eru þekkt fyrir hátt hlutfall trefja og geta hjálpað til við meltinguna. Hægt er að kaupa þau mulin og henta þau því vel út í græna safann.4. Chia fræChia fræ eru stútfull af næringu, þau innihalda mikið magn af omega 3 fitusýrum ásamt því að vera góð uppspretta próteins. Þau geta hjálpað til við að halda vökvajafnvægi í líkamanum vegna þess hversu mikið vatn þau soga í sig. Safar eru frábær leið til þess að koma chia fræum inn í mataræðið.5. MacaMaca-duft er unnið úr maca-rótinni sem vex í hæstu hæðum Andesfjalla. Rótin er þurrkuð og möluð í duft sem er afar næringarríkt. Það er stútfullt af vítamínum, steinefnum og amínósýrum og er mjög orkugefandi. Maca er einning talið geta hjálpað til við að koma hormónabúskap líkamans í jafnvægi og hefur reynst konum á breytingarskeiðinu sérstaklega vel. Það er auk þess mjög bragðgott.6.KakónibburKakónibbur eru kakóbaunir sem eru muldar niður að hluta og eru undirstaða allrar súkkulaði framleiðslu. Þær gefa gott bragð í djúsinn og eru fullar af andoxunarefnum og næringu. Þær eru ríkar af járni, kalki, sinki og frábær leið til þess að fá nægilegan magnesíum skammt í kroppinn.7.HampfræHampfræ eru frábær uppspretta orku, eru mjög bragðgóð og næringarrík. Þau eru með sérstaklega gott jafnvægi á omega 3,6 og 9 og eru auk þess góð uppspretta af próteini, magnesíum, zínki og járni. Þau eru talin geta hjálpað til við húðvandamál og þá sérstaklega þurra húð og exem.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira