Mickelson og Woods þurfa að sanna sig fyrir Ryder-bikarinn 22. júlí 2014 20:00 Það væri synd ef þessir tveir yrðu ekki með á Gleneagles. AP/Getty Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira