Mickelson og Woods þurfa að sanna sig fyrir Ryder-bikarinn 22. júlí 2014 20:00 Það væri synd ef þessir tveir yrðu ekki með á Gleneagles. AP/Getty Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson lék ágætlega á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en þessi 42 ára kylfingur átti titil að verja. Hann endaði í 23. sæti en Mickelson hefur sigrað í fimm risamótum á ferlinum og verið liðsmaður í Ryderliði Bandaríkjamanna frá árinu 1995. Hann hefur þó ekki átt mjög farsælt tímabil hingað til og ekki náð að enda í einu af efstu tíu sætunum á móti á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Eins og stendur er hann í 11. sæti á Ryder-stigalista Bandaríkjanna en efstu níu kylfingarnir komast beint inn í liðið fyrir bikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Þeir sem ekki komast í liðið þurfa að treysta á að Ryder-fyrirliðinn velji þá, sem þetta árið er Tom Watson en Mickelson vonast til að það þurfi ekki að grípa til þess. „Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, ef mér tekst að leika jafn vel í næstu mótum og ég gerði á Opna breska þá gæti ég náð þessu. Það væri best fyrir bæði mig og Tom Watson ef mér tækist að komast inn sjálfur.“ Síðustu tvö mótin þar sem Mickelson getur nælt sér í stig eru Firestone heimsmótið í golfi og PGA-meistaramótið. “Ég hef verið í liðinu í 19 ár og það sýnir bara hvað ég hef átt stöðugan og góðan feril. Það vilja allir hafa kylfinga sem eru í góðu formi í liðinu og til þess þarf ég að bæta mig og spila betur.“ Á sama tíma gæti Tiger Woods verið í hættu á því að missa af þessu sögufræga móti en hann þarf á næstu vikum að sannfæra Tom Watson, manninn sem sigraði hann með einu höggi á Opna breska, um að velja sig í liðið. Woods hefur ekki getað spilað sig inn í liðið enda hefur hann verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla og þarf eflaust að sína betra form en hann gerði um síðustu helgi til þess að hljóta náð fyrir augum Watson. Woods getur þó huggað sig við það að Watson hefur gefið það út að það yrði mjög erfitt að skilja hann eftir heima en áhugavert verður að fylgjast með gengi þessa vinsælu kylfinga á næstu vikum.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira