"Af hverju ættu karlmenn ekki að nota snyrtivörur ef þá langar?" Ellý Ármanns skrifar 21. júlí 2014 09:45 mynd/instagram sölvifannar Sölvi Fannar Viðarsson, 43 ára, framkvæmdastjóri, leikari, einkaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistarmaður og dansari setti ljósmynd af sér á instagram síðuna sín þar sem hann er stífmálaður í gervi kvenmanns. Við spurðum kappann um myndina og hvað hann tekst á við. Eins og skáld fast í líkama hellisbúa „Þessi mynd, sem mig langar að kalla „Cave girl“ í ljósi þess að ég er stundum eins og skáld fast í líkama hellisbúa er upprunalega frá Thorgeir Photography, tekin á RIFF, minnir mig," svarar Sölvi.Varstu svona útlítandi á RIFF? „Nei, þetta æxlaðist þannig, með þessa mynd, að dóttir mín, Hera Sóley, breytti henni upp á eigin spýtur og að mér forspurðum á þennan hátt," segir hann kátur.Hera með pabba sínum.mynd/instagram sölvifannarDóttirin með húmorinn í lagi „Hera er algjör náttúrutalent, spilar á nokkur hljóðfæri, syngur eins og engill og er í U15 landsliðinu í körfubolta svo fátt eitt sé nefnt, en hún er líka mikill húmoristi." Var hún sem sagt bara að stríða pabba sínum? „Nei, jú örugglega líka, en ég held að hún hafi valið þessa mynd vegna þess að það er alls ekki auðvelt að breyta fésinu á mér - hvað þá í konu. Ég held að hún hafi litið á það sem áskorun."Hefur hún eitthvað verið að segja þér til? „Ha, hvað áttu við?" Þegar kemur að förðun? „Nei, alla vega ekki ennþá. Stundum er maður aðeins málaður þegar maður hefur verið að leika en þá er nú vanalega einhver talsvert klárari en ég að verki. Hins vegar er ég mjög hrifinn af kókosolíu og nota hana bæði til að borða og til þess að bera á húðina. Reyndar virðist það vera á undanhaldi að fólk sé mikið „málað“ í bíómyndum, nema auðvitað í einhverjum gervum. Mér sýnist ákveðinn natúralismi hafa verið að ryðja sér til rúms í kvikmyndum. Það má meira að segja sjá í sumum Hollwood myndanna," segir Sölvi og heldur áfram: „Mig grunar að það tengist eitthvað háskerpuþróuninni, að við áttum okkur á að þetta er kannski ekki endilega spurning um að vera fullkominn, sem er frábært. En auðvitað er oft hægt að breyta miklu í eftirvinnslunni, ýkja augnlit og þess háttar."Er algengt að íslenskir karlmenn farði á sér andlitið? „Úff, viðkvæm spurning, ja eða hvað, nei örugglega ekki, „fokk it“, af hverju ættu karlmenn ekki að nota snyrtivörur ef þá langar? Ég veit um nokkra sem nota eyeliner, eða hvað þetta heitir, sumir lita á sér augnhárin og jafnvel augabrúnirnar líka. Svo eru talsvert margir sem plokka á sér augabrúnirnar."Plokkar þú augabrúnirnar? „Mér hafa verið boðnir „cash money“ af kvenverum sem hafa viljað plokka á mér augabrúnirnar, sumar hafa beitt ýmsum brögðum, sem ég gef ekki upp hér, en nei, það er ekki að fara að gerast," segir Sölvi.Safnar hári og skeggi Burtséð frá því - hvað er á döfinni hjá þér? „Þessa dagana er ég að safna hári og skeggi og þyngja mig aðeins fyrir hlutverk. Ef allt gengur upp þá er ég að fara að leika í fjórum myndum núna fram á haust, þrjár mjög ólíkar stuttmyndir, tvær alíslenskar, ein íslensk/frönsk og svo hlutverk í athyglisverðri íslenskri bíómynd í fullri lengd sem Ásgrímur Sverrisson leikstýrir." Það er greinilega nóg að gera hjá þér! „Já, en þá skiptir líka miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig, það er alla vega eins og ég reyni að lifa, að sýna væntumþykju í verki." Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Sölvi Fannar Viðarsson, 43 ára, framkvæmdastjóri, leikari, einkaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur, ljóðskáld, tónlistarmaður og dansari setti ljósmynd af sér á instagram síðuna sín þar sem hann er stífmálaður í gervi kvenmanns. Við spurðum kappann um myndina og hvað hann tekst á við. Eins og skáld fast í líkama hellisbúa „Þessi mynd, sem mig langar að kalla „Cave girl“ í ljósi þess að ég er stundum eins og skáld fast í líkama hellisbúa er upprunalega frá Thorgeir Photography, tekin á RIFF, minnir mig," svarar Sölvi.Varstu svona útlítandi á RIFF? „Nei, þetta æxlaðist þannig, með þessa mynd, að dóttir mín, Hera Sóley, breytti henni upp á eigin spýtur og að mér forspurðum á þennan hátt," segir hann kátur.Hera með pabba sínum.mynd/instagram sölvifannarDóttirin með húmorinn í lagi „Hera er algjör náttúrutalent, spilar á nokkur hljóðfæri, syngur eins og engill og er í U15 landsliðinu í körfubolta svo fátt eitt sé nefnt, en hún er líka mikill húmoristi." Var hún sem sagt bara að stríða pabba sínum? „Nei, jú örugglega líka, en ég held að hún hafi valið þessa mynd vegna þess að það er alls ekki auðvelt að breyta fésinu á mér - hvað þá í konu. Ég held að hún hafi litið á það sem áskorun."Hefur hún eitthvað verið að segja þér til? „Ha, hvað áttu við?" Þegar kemur að förðun? „Nei, alla vega ekki ennþá. Stundum er maður aðeins málaður þegar maður hefur verið að leika en þá er nú vanalega einhver talsvert klárari en ég að verki. Hins vegar er ég mjög hrifinn af kókosolíu og nota hana bæði til að borða og til þess að bera á húðina. Reyndar virðist það vera á undanhaldi að fólk sé mikið „málað“ í bíómyndum, nema auðvitað í einhverjum gervum. Mér sýnist ákveðinn natúralismi hafa verið að ryðja sér til rúms í kvikmyndum. Það má meira að segja sjá í sumum Hollwood myndanna," segir Sölvi og heldur áfram: „Mig grunar að það tengist eitthvað háskerpuþróuninni, að við áttum okkur á að þetta er kannski ekki endilega spurning um að vera fullkominn, sem er frábært. En auðvitað er oft hægt að breyta miklu í eftirvinnslunni, ýkja augnlit og þess háttar."Er algengt að íslenskir karlmenn farði á sér andlitið? „Úff, viðkvæm spurning, ja eða hvað, nei örugglega ekki, „fokk it“, af hverju ættu karlmenn ekki að nota snyrtivörur ef þá langar? Ég veit um nokkra sem nota eyeliner, eða hvað þetta heitir, sumir lita á sér augnhárin og jafnvel augabrúnirnar líka. Svo eru talsvert margir sem plokka á sér augabrúnirnar."Plokkar þú augabrúnirnar? „Mér hafa verið boðnir „cash money“ af kvenverum sem hafa viljað plokka á mér augabrúnirnar, sumar hafa beitt ýmsum brögðum, sem ég gef ekki upp hér, en nei, það er ekki að fara að gerast," segir Sölvi.Safnar hári og skeggi Burtséð frá því - hvað er á döfinni hjá þér? „Þessa dagana er ég að safna hári og skeggi og þyngja mig aðeins fyrir hlutverk. Ef allt gengur upp þá er ég að fara að leika í fjórum myndum núna fram á haust, þrjár mjög ólíkar stuttmyndir, tvær alíslenskar, ein íslensk/frönsk og svo hlutverk í athyglisverðri íslenskri bíómynd í fullri lengd sem Ásgrímur Sverrisson leikstýrir." Það er greinilega nóg að gera hjá þér! „Já, en þá skiptir líka miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig, það er alla vega eins og ég reyni að lifa, að sýna væntumþykju í verki."
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira