Íslenski boltinn

Rúnar: Fólk ætti að gleðjast yfir Kjartani Henry

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Við vorum flottir varnarlega í leiknum og refsuðum þeim með nokkuð mörgum mörkum í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sáttur eftir 5-2 sigur á ÍBV í kvöld.

„Það þarf ekki mörg færi ef menn nýta færin vel. Við erum hættulegir þegar við förum fram og við nýttum okkur góða leikmenn sem kunna að skora mörk. Kjarri og Baldur eru góðir sóknarlega og þeir nýttu sín tækifæri,“

Rúnar tók Kjartan Henry Finnbogason af velli stuttu eftir að hann hafði fengið gult spjald hjá Gunnari Jarli, dómara leiksins.

„Það er erfitt fyrir hann að vera inná þegar dónaskapurinn í stúkunni er líkt og hann var í dag. Það var verið að kalla hann aumingja allan leikinn og það er einfaldlega leiðinlegt. Hann reynir sitt besta og gerði gríðarlega vel í dag,“ sagði Rúnar sem segir að ímynd hans sé að skyggja á góðar frammistöður.

„Fólk ætti að gleðjast yfir því að við ættum jafn góðan knattspyrnumann og hann en ekki rakka hann niður. Það er búið að búa til ákveðna ímynd af honum og í hverjum einasta leik ráðast áhorfendur og leikmenn að honum. Ef hann brýtur af sér er fólk að öskra á hann að hann sé aumingi,“ sagði Rúnar sem er gríðarlega stoltur af Kjartani.

„Hann hefur átt við gríðarlega slæm meiðsli að stríða en hefur komið sterkur aftur og skoraði tvö frábær mörk í dag,“ sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×