Leikarinn Orlando Bloom, sem slúðurvefurinn Daily Mail kallar nú Orlando Boom í ljósi nýjustu tíðinda, reyndi að rétta unglingastjörnunni Justin Bieber einn á snúðinn á skemmti- og veitingastað á Íbísa í gær.
Þetta var í kjölfar þess að Bieber heilsaði kvikmyndastjörnunni full kumpánlega að mati Bloom. Það sem svo hefur vakið nokkra athygli í slúðurheimi hinna frægu er að strax í kjölfar atviksins birti svo Bieber mynd af fyrrverandi konu Orlando Bloom, fyrirsætunni Miröndu Kerr, og er það vatn á myllu þráláts orðsróms þess efnis að Bieber hafi farið á stefnumót með henni meðan þau Bloom voru enn gift, árið 2012.
Ýfingar á Ibiza: Bieber og Boom
Jakob Bjarnar skrifar
