Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 13:15 Pavel á æfingu landsliðsins. Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira