Fín veiði í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2014 20:26 Flott mynd tekin undir yfirborðinu en þarna er væn bleikja úr Úlfljótsvatni búin að taka fluguna Mynd: Rikarður Hjálmarsson Bleikjan á Þingvöllum er komin í hrygningarbúning og safnast saman á grynningum til að hrygna og eins og við höfum greint frá er það oft mikið sjónarspil. Veiðin hefur heldur dottið niður í Þingvallavatni af þessum sökum og þeir sem á annað borð hafa veitt ágætlega í vatninu sleppa bleikjunni yfirleitt því hún er ekki góður matfiskur á þessum tíma. Það sést vel þegar kíkt er í fiska sem veiðast því þeir eru næstum því án undantekninga með galtómann maga. Nágrannavatnið, Úlfljótsvatn hefur aftur á móti verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og er bleikjan búin að vera í feyknatökustuði. Margar vænar hafa verið að koma á land þó að algengasta stærðin sé 1-2 pund er oft um helmingur af aflanum 3-4 punda bleikja. Inná milli koma svo stöku urriðar og geta þeir líka verið rígvænir. Hjón sem voru við veiðar fyrir fáum dögum síðan tóku tvö rígvæna urriða á spún og voru þeir á að giska um 10-12 pund en þeir voru mjög áþekkir að stærð. Veiðimaður sem var við veiðistaðinn Áll gerði líka góða veiði í fyrradag þegar hann náði 15 bleikjum á skömmum tíma við kjöraðstæður eins og hann sagði sjálfur en þegar vindáttinn breyttist datt öll taka niður. Bleikjan í Úlfljótsvatni var meira og minna að taka litlar smápúpur og var full af æti. Það er því ennþá hægt að gera góða bleikjuveiði í nágrenni borgarinnar þessa dagana. Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði
Bleikjan á Þingvöllum er komin í hrygningarbúning og safnast saman á grynningum til að hrygna og eins og við höfum greint frá er það oft mikið sjónarspil. Veiðin hefur heldur dottið niður í Þingvallavatni af þessum sökum og þeir sem á annað borð hafa veitt ágætlega í vatninu sleppa bleikjunni yfirleitt því hún er ekki góður matfiskur á þessum tíma. Það sést vel þegar kíkt er í fiska sem veiðast því þeir eru næstum því án undantekninga með galtómann maga. Nágrannavatnið, Úlfljótsvatn hefur aftur á móti verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og er bleikjan búin að vera í feyknatökustuði. Margar vænar hafa verið að koma á land þó að algengasta stærðin sé 1-2 pund er oft um helmingur af aflanum 3-4 punda bleikja. Inná milli koma svo stöku urriðar og geta þeir líka verið rígvænir. Hjón sem voru við veiðar fyrir fáum dögum síðan tóku tvö rígvæna urriða á spún og voru þeir á að giska um 10-12 pund en þeir voru mjög áþekkir að stærð. Veiðimaður sem var við veiðistaðinn Áll gerði líka góða veiði í fyrradag þegar hann náði 15 bleikjum á skömmum tíma við kjöraðstæður eins og hann sagði sjálfur en þegar vindáttinn breyttist datt öll taka niður. Bleikjan í Úlfljótsvatni var meira og minna að taka litlar smápúpur og var full af æti. Það er því ennþá hægt að gera góða bleikjuveiði í nágrenni borgarinnar þessa dagana.
Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði