Ef ég hefði verið í takkaskóm Atli Fannar Bjarkason skrifar 7. ágúst 2014 10:04 Sumir segja að þegar fólk kemst nálægt því að lenda í stórslysi þá sjái það líf sitt þjóta hjá. Ég upplifði slíkt augnablik um helgina. Spólum til baka. Árið er 1996. Inni í lítilli blokkaríbúð á Selfossi sitjum við félagarnir og spilum tölvuleik í Nintendo. Skyndilega kemur mamma vinar míns heim og spyr hvers vegna við séum ekki á fótboltaæfingu. Við rjúkum út á Selfossvöll þar sem æfingin er hafin. Ég var búinn að steingleyma æfingunni og var því klæddur í gúmmítúttur. Ef ég hefði verið í takkaskóm hefði ég kannski staðið mig betur á æfingunni. Ég hefði haldið áfram að æfa og seinna spilað með meistaraflokki Selfoss. Sem færir okkur til ársins 2003. Ef ég hefði valið fótboltann hefði tónlistarsmekkur minn óneitanlega þróast öðruvísi en hann gerði. Ég hefði því aldrei stofnað rokkhljómsveit með vinum mínum og í staðinn valið að syngja með popphljómsveitinni sem sömu vinir höfðu stofnað nokkrum árum áður. Þeir höfðu einmitt ekki fundið rétta söngvarann fyrr en ungur fótboltastrákur kom til sögunnar. Færum okkur til ársins 2005. Stöð 2 leitar að þátttakendum í Idol stjörnuleit. Ef ég hefði verið í takkaskóm sumarið ’96 og þar af leiðandi hlustað á öðruvísi tónlist, sem hefði opnað dyrnar að poppinu í stað rokksins, hefði ég slegið í gegn í Idolinu. Aftur til dagsins í dag. Herjólfsdalur, sunnudagurinn 3. ágúst 2014. Öllum að óvörum lagði Árni Johnsen gítarinn á hilluna í fyrra og þjóðhátíðarnefnd fyllir skarðið með ungum söngvara. Það hefur ekki slæm áhrif á mætinguna því í brekkunni sitja 16 þúsund manns og bíða eftir að fá að þenja rispuð raddböndin undir gítarleik og söng fótboltastráksins frá Selfossi sem vann hugi og hjörtu þjóðarinnar í Idolinu fyrir tæpum áratug. Hugsið ykkur: Ef ég hefði verið í takkaskóm en ekki gúmmítúttum sumarið ’96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Sumir segja að þegar fólk kemst nálægt því að lenda í stórslysi þá sjái það líf sitt þjóta hjá. Ég upplifði slíkt augnablik um helgina. Spólum til baka. Árið er 1996. Inni í lítilli blokkaríbúð á Selfossi sitjum við félagarnir og spilum tölvuleik í Nintendo. Skyndilega kemur mamma vinar míns heim og spyr hvers vegna við séum ekki á fótboltaæfingu. Við rjúkum út á Selfossvöll þar sem æfingin er hafin. Ég var búinn að steingleyma æfingunni og var því klæddur í gúmmítúttur. Ef ég hefði verið í takkaskóm hefði ég kannski staðið mig betur á æfingunni. Ég hefði haldið áfram að æfa og seinna spilað með meistaraflokki Selfoss. Sem færir okkur til ársins 2003. Ef ég hefði valið fótboltann hefði tónlistarsmekkur minn óneitanlega þróast öðruvísi en hann gerði. Ég hefði því aldrei stofnað rokkhljómsveit með vinum mínum og í staðinn valið að syngja með popphljómsveitinni sem sömu vinir höfðu stofnað nokkrum árum áður. Þeir höfðu einmitt ekki fundið rétta söngvarann fyrr en ungur fótboltastrákur kom til sögunnar. Færum okkur til ársins 2005. Stöð 2 leitar að þátttakendum í Idol stjörnuleit. Ef ég hefði verið í takkaskóm sumarið ’96 og þar af leiðandi hlustað á öðruvísi tónlist, sem hefði opnað dyrnar að poppinu í stað rokksins, hefði ég slegið í gegn í Idolinu. Aftur til dagsins í dag. Herjólfsdalur, sunnudagurinn 3. ágúst 2014. Öllum að óvörum lagði Árni Johnsen gítarinn á hilluna í fyrra og þjóðhátíðarnefnd fyllir skarðið með ungum söngvara. Það hefur ekki slæm áhrif á mætinguna því í brekkunni sitja 16 þúsund manns og bíða eftir að fá að þenja rispuð raddböndin undir gítarleik og söng fótboltastráksins frá Selfossi sem vann hugi og hjörtu þjóðarinnar í Idolinu fyrir tæpum áratug. Hugsið ykkur: Ef ég hefði verið í takkaskóm en ekki gúmmítúttum sumarið ’96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun