Sala stærri fólksbíla dræm í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 15:15 Volkswagen Passat er söluhæsti bíllinn í þessum flokki. Þó svo sala bíla gangi nú vel í Evrópu er einn flokkur bíla þar sem salan fer verulega minnkandi, en það er í flokki stærri fólksbíla. Í þeim flokki bíla eru þekktir bílar eins og Volkswagen Passat og Ford Mondeo sem selst hafa einkar vel gegnum tíðina. Sala í þessum flokki er nú minni en hún hefur verið á þessum áratug og er búist við að um 500.000 bílar seljist í ár en salan var um 800.000 árið 2011. Það er ríflega 37% minnkun. Misjafnt er þó gengi einstakra bíla.Passat langsöluhæsturLangsöluhæsti bíllinn í þesum flokki er Volkswagen Passat, en sala hans minnkaði um 5% fyrstu 4 mánuði þessa árs. Söluhæstu 10 bílgerðirnar í þessum flokki eru þessar og breyting í sölu milli ára sést í prósentum. 1. VW Passat 50.522 -5% 2. Opel Insignia 32.011 +33% 3. Ford Mondeo 15.692 +35% 4. Peugeot 508 15.692 -30% 5. Skoda Superb 15.453 +6% 6. Mazda6 12.401 +20% 7. Toyota Avensis 9.777 -28% 8. Hyundai i40 9.581 -17% 9. Citroën C5 6.703 -33% 10. Renault Laguna 7.208 0% Bílarnir sem eru í 2. og 3. sæti listans hafa aukist í sölu en frönsku bílarnir á listanum hafa minnkað verulega í sölu og Toyota Avensis og Hyundai i40 einnig. Mazda6 er þó í góðum málum. Toyota er þessa dagana að velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að hanna sérstakan bíl í þessum flokki fyrir Evrópumarkað eða sérútgáfu af Avensis. Honda gæti tekið Accord bíl sinn af markaði í Evrópu strax á næsta ári, en sala hans minnkaði um 26% á þessum fyrstu 4 mánuðum ársins og seldust aðeins 1.377 bílar. Nissan dró Primera bíl sinn af Evrópumarkaði árið 2008 og líklegt er að margir aðrir framleiðendur muni gera það sama ef salan fer ekki uppá við.Evrópa kýs lúxusbílanaÍ upptalningunni hér að ofan eru ekki innifaldir þeir lúxusbílar sem eru ekki af ósvipaðri stærð. Ef þeir væru þarna væri 3-lína BMW í fyrsta sæti með 61.749 bíla selda, Mercedes Benz C-Class í þriðja sæti með 42.638 bíla og Audi A4 í því fjórða með 42.277 selda bíla. Því má segja að Evrópubúar velji nú lúxusbíla í þessum flokki umfram ódýrari bíla af svipaðri stærð. Ford ætlar að bregðast við þessu með því að bjóða Mondeo bíl sinn í Vignale útfærslu sem verður mikla betur útbúinn en hefðbundinn Mondeo og ætti ef til vill meira heima í lúxusbílaflokki. Það sama ætlar Renault að gera með Initiale Paris útfærslu Laguna. Opel hefur farið aðrar leiðir en hinir framleiðendurnir, en Insignia bíllinn hefur selst mjög vel undanfarið vegna þess hve lágt Opel hefur verðlagt hann. Insignia lækkaði til að mynda um 2.000 pund í Bretlandi á þessu nári samaborið við í fyrra. Insignia er nú á lágu verði um alla álfuna og spennandi verður að sjá verðið á þeim bíl hérlendis þegar Bílabúð Benna hefur sölu á Opel bílum í september. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Þó svo sala bíla gangi nú vel í Evrópu er einn flokkur bíla þar sem salan fer verulega minnkandi, en það er í flokki stærri fólksbíla. Í þeim flokki bíla eru þekktir bílar eins og Volkswagen Passat og Ford Mondeo sem selst hafa einkar vel gegnum tíðina. Sala í þessum flokki er nú minni en hún hefur verið á þessum áratug og er búist við að um 500.000 bílar seljist í ár en salan var um 800.000 árið 2011. Það er ríflega 37% minnkun. Misjafnt er þó gengi einstakra bíla.Passat langsöluhæsturLangsöluhæsti bíllinn í þesum flokki er Volkswagen Passat, en sala hans minnkaði um 5% fyrstu 4 mánuði þessa árs. Söluhæstu 10 bílgerðirnar í þessum flokki eru þessar og breyting í sölu milli ára sést í prósentum. 1. VW Passat 50.522 -5% 2. Opel Insignia 32.011 +33% 3. Ford Mondeo 15.692 +35% 4. Peugeot 508 15.692 -30% 5. Skoda Superb 15.453 +6% 6. Mazda6 12.401 +20% 7. Toyota Avensis 9.777 -28% 8. Hyundai i40 9.581 -17% 9. Citroën C5 6.703 -33% 10. Renault Laguna 7.208 0% Bílarnir sem eru í 2. og 3. sæti listans hafa aukist í sölu en frönsku bílarnir á listanum hafa minnkað verulega í sölu og Toyota Avensis og Hyundai i40 einnig. Mazda6 er þó í góðum málum. Toyota er þessa dagana að velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að hanna sérstakan bíl í þessum flokki fyrir Evrópumarkað eða sérútgáfu af Avensis. Honda gæti tekið Accord bíl sinn af markaði í Evrópu strax á næsta ári, en sala hans minnkaði um 26% á þessum fyrstu 4 mánuðum ársins og seldust aðeins 1.377 bílar. Nissan dró Primera bíl sinn af Evrópumarkaði árið 2008 og líklegt er að margir aðrir framleiðendur muni gera það sama ef salan fer ekki uppá við.Evrópa kýs lúxusbílanaÍ upptalningunni hér að ofan eru ekki innifaldir þeir lúxusbílar sem eru ekki af ósvipaðri stærð. Ef þeir væru þarna væri 3-lína BMW í fyrsta sæti með 61.749 bíla selda, Mercedes Benz C-Class í þriðja sæti með 42.638 bíla og Audi A4 í því fjórða með 42.277 selda bíla. Því má segja að Evrópubúar velji nú lúxusbíla í þessum flokki umfram ódýrari bíla af svipaðri stærð. Ford ætlar að bregðast við þessu með því að bjóða Mondeo bíl sinn í Vignale útfærslu sem verður mikla betur útbúinn en hefðbundinn Mondeo og ætti ef til vill meira heima í lúxusbílaflokki. Það sama ætlar Renault að gera með Initiale Paris útfærslu Laguna. Opel hefur farið aðrar leiðir en hinir framleiðendurnir, en Insignia bíllinn hefur selst mjög vel undanfarið vegna þess hve lágt Opel hefur verðlagt hann. Insignia lækkaði til að mynda um 2.000 pund í Bretlandi á þessu nári samaborið við í fyrra. Insignia er nú á lágu verði um alla álfuna og spennandi verður að sjá verðið á þeim bíl hérlendis þegar Bílabúð Benna hefur sölu á Opel bílum í september.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent