Lífið

Gæða miðbæinn lífi með prjónagraffi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Facebook/Reykjavík Underground Yarnstormers
Það er alveg hægt að gera hráa staura fallega með lítilli fyrirhöfn," segir prjónagraffarinn Linda Björk Eiríksdóttir en kl. 16 í dag ætlar prjónaáhugafólk að hittast á Vitatorgi við Vitastíg og prjóna saman.

Til stendur að glæða Vitatorgið lífi og lit fyrir komandi daga en hinir litríku Hinsegin dagar hófust í gær.

Þemalitirnir hjá okkur verða túrkísblár, kóngablár og hvítur. Við ætlum svo að reyna að vera með eitthvað garn á svæðinu fyrir fólk en eins viljum við auglýsa eftir meira garni í þessum lit. Svo getur verið að margir eigi eitthvað óklárað heima fyrir í þessum litum sem við gætum nýtt okkur, það má nýta allt," segir Linda, sem vonast eftir því að eldri borgarar í nágrenninu taki þátt í prjónagleðinni.
„Það eru margar eldriborgarablokkir í og við Vitastíginn. Við hvetjum eldri borgarana eindregið til þess að koma út og sitja með okkur. Það þýðir ekki bara að festa sig í lopapeysunum, það verður að prófa eitthvað nýtt." 

Prjónagraffið hefst kl. 16 í dag og stendur til kl. 19. "Það er mjög fín veðurspá svo við hvetjum fólk til þess að taka þátt í þessu með okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.