Sjómannshúfa 66 Norður sló óvart í gegn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 09:30 Húfurnar frá 66° Norður komu sér vel á Þjóðhátíðinni í ár. Instagram/steinunne „Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka." Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka."
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira