Lífið

Kvikmynd um David Brent í pípunum

Atli Ísleifsson skrifar
Ricky Gervais hefur nokkrum sinnum komið fram í hlutverki Brents síðasta áratuginn, meðal annars sem söngvari sveitarinnar Foregone Conclusion.
Ricky Gervais hefur nokkrum sinnum komið fram í hlutverki Brents síðasta áratuginn, meðal annars sem söngvari sveitarinnar Foregone Conclusion. Vísir/AFP
Breska ríkissjónvarpið mun ráðast í gerð kvikmyndar um David Brent á næsta ári, persónu breska grínistans Ricky Gervais sem gerði garðinn frægan í þáttunum The Office á árunum 2001 til 2003.

Kvikmyndin mun bera nafnið  „Life on the Road“ og fjalla um líf Brents, fimmtán árum eftir að hann var látinn fara frá skrifstofu fyrirtækisins Wernham-Hogg í bænum Slough.

Á vef BBC segir að í myndinni muni Brent starfa sem farandsölumaður sem fjármagnar tónleikaröð í Bretlandi í þeirri von að slá loksins í gegn sem rokkstjarna.

Bresku þættirnir The Office voru sýndir í fleiri en hundrað löndum á sínum tíma og var ráðist í endurgerð þáttanna í fjölda landa, þar með talið Bandaríkjunum þar sem Steve Carrell fór með hlutverk framkvæmdastjóra skrifstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.