Lífið

Girls leikkonur ljúka tökum í steikjandi hita

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Zosia Mamet og Lena Dunham vinna nú saman að fjórðu þáttaröð Girls.
Zosia Mamet og Lena Dunham vinna nú saman að fjórðu þáttaröð Girls. Mynd/DailyMail
Leikkonurnar Zosia Mamet og Lena Dunham sem eru aðalstjörnurnar í þættinum Girls voru myndaðar við tökur á fjórðu þáttaröðinni  í New York í dag. Þeir sem halda að það sé eintómur glamúr og glys í Hollywood ættu að gleyma því strax því leikkonurnar ungu þurftu að vinna í steikjandi hita í stórborginni. Dunham skipti yfir í stuttbuxur á milli atriða og Mamet sat í skugganum með handhelda viftu sem hún notaði til þess að kæla sig niður.

Tökur klárast eftir um það bil viku en Dunham tilkynnti það á Instagram síðu sinni. Þar sagði hún: „Lokahóf (Girls fjórða þáttaröð, fjögur ár með ástunum í lífi mínu en það er enn vika eftir).“

Þegar New York Post spurði Zosia Mamet um karakterinn sinn og framvindu mála svaraði hún: „Í hreinskilni sagt erum við alveg hættar að reyna að giska á hvað er að fara að gerast eða vona að eitthvað gerist því að teymið sem sér um skrif er svo ótrúlegt. Þau semja söguþráð við hefðum ekki getað ímyndað okkur í okkar villtustu draumum þannig að ég er bara að njóta þess að vera með í för.“ Það eina sem hún gefur áhorfendum fyrir komandi þáttaröð er meiri klikkun og meira af stúlkunum að prófa sig áfram og vaxa. „Við erum allar að þroskast og breytast eins og fólk gerir á þrítugsaldrinum.“   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.