Lífið

"Mig langar bara að finna einhvern gæja og bara fara í sleik við hann“

ingvar haraldsson skrifar
Mikil stemming var á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Metfjöldi var í brekkusöngnum sem Ingó veðurguð stýrði en talið er á milli fimmtán og sextán þúsund manns hafi verið í brekkunni.

Mótshaldarar hafa sent frá sér myndband þar sem helgin var gerð upp sem sjá má hér að ofan en ljóst var að stuðið var mikið.

Einn hress hátíðargestur var nálægt því að láta stemminguna bera sig ofurliði. „Mig langar bara að finna einhvern gæja og bara fara í sleik við hann“ sagði hátíðargesturinn og bætti svo við að „ef það er ekki Gold eða Classic er það bara Tuborg Grøn.“

Sverrir Bergmann var einnig mjög sáttur við hátíðina. „Þetta eru bestu áhorfendur sem þú kemst í og mögulega besta þjóðhátíð í heimi, þetta er bara stórkostlegt“ sagði Sverrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.