Drepur ástin kynlöngun? sigga dögg kynfræðingur skrifar 21. ágúst 2014 14:00 Hvað laðar þig að maka þínum? Mynd/Getty Mörg pör glíma við daufa kynlöngun og skýringu þess má að hluti til finna í því að við erum með óraunhæfar væntingar til sambandsins og kynlífsins. Ást og nánd geta átt saman en þurfa þess ekki endilega. Mörg pör glíma við þann vanda að kynlöngunin sé horfin þó ástin sé enn til staðar. Hvað er til ráða? Ester Perel er sambandsráðgjafi sem hefur flakkað um heiminn og krufið einmitt þessa spurningu og veitir ansi áhugaverð svör, sem hún er hefur meðal annars skrifað bók um. Hún spurði pör í tuttugu löndum, hvenær þykir þér makinn hvað mest aðlaðandi? Algengustu svörin voru eftirfarandi: 1. Þegar makinn er í burtu og við hittumst aftur. Þá get ég saknað og hugsað um viðkomandi og okkur saman. 2. Þegar makinn er í sviðljósinu, eða sjálfsörugg/-ur að tala við annað fólk í veislu eða í vinnu. Þá man ég að viðkomandi er sjálfstæður einstaklingur og það er heillandi. 3. Þegar makinn kemur mér á óvart. Þá á ég ekki við nýja stellingu heldur þegar ég sé nýja hlið á makanum og hann/hún fær mig til að hlæja eða gerir eitthvað sem ég hefði ekki búist við af þeim. Þá bendir Ester á að kynlíf er ekki spurning um stellingar heldur ákveðið hugarástand. Þú þarft að skoða hvað kemur þér í stuð, en einnig hvað kemur þér úr stuði. Svarið liggur hjá þér en ekki makanum. Þú stýrir þinni eigin kynlöngun. Forleikurinn er hugarástand en ekki tæknileg útfærsla á snertingu. Þetta skilja pör sem eru kynferðislega fullnægð, auk þess að veita hvort öðru frelsi. Ef þú getur ekki horft á myndbandið þá getur þú lesið textann. Heilsa Lífið Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mörg pör glíma við daufa kynlöngun og skýringu þess má að hluti til finna í því að við erum með óraunhæfar væntingar til sambandsins og kynlífsins. Ást og nánd geta átt saman en þurfa þess ekki endilega. Mörg pör glíma við þann vanda að kynlöngunin sé horfin þó ástin sé enn til staðar. Hvað er til ráða? Ester Perel er sambandsráðgjafi sem hefur flakkað um heiminn og krufið einmitt þessa spurningu og veitir ansi áhugaverð svör, sem hún er hefur meðal annars skrifað bók um. Hún spurði pör í tuttugu löndum, hvenær þykir þér makinn hvað mest aðlaðandi? Algengustu svörin voru eftirfarandi: 1. Þegar makinn er í burtu og við hittumst aftur. Þá get ég saknað og hugsað um viðkomandi og okkur saman. 2. Þegar makinn er í sviðljósinu, eða sjálfsörugg/-ur að tala við annað fólk í veislu eða í vinnu. Þá man ég að viðkomandi er sjálfstæður einstaklingur og það er heillandi. 3. Þegar makinn kemur mér á óvart. Þá á ég ekki við nýja stellingu heldur þegar ég sé nýja hlið á makanum og hann/hún fær mig til að hlæja eða gerir eitthvað sem ég hefði ekki búist við af þeim. Þá bendir Ester á að kynlíf er ekki spurning um stellingar heldur ákveðið hugarástand. Þú þarft að skoða hvað kemur þér í stuð, en einnig hvað kemur þér úr stuði. Svarið liggur hjá þér en ekki makanum. Þú stýrir þinni eigin kynlöngun. Forleikurinn er hugarástand en ekki tæknileg útfærsla á snertingu. Þetta skilja pör sem eru kynferðislega fullnægð, auk þess að veita hvort öðru frelsi. Ef þú getur ekki horft á myndbandið þá getur þú lesið textann.
Heilsa Lífið Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira