Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 3-0 | Blikar geta andað léttar Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:13 Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson, leikmenn Breiðabliks. vísir/daníel Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira
Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira