Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan á toppinn Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum skrifar 15. ágúst 2014 16:50 Vísir/Arnþór Stjörnumenn unnu enn einn sigurinn þegar liðið sigraði Val fagmannlega á útivelli í kvöld, en lokatölur urðu 1-2, eftir að Stjörnumenn höfðu leitt 0-1 í hálfleik. Leikurinn í kvöld var fimmtándi leikur Stjörnunnar í sumar í Pepsi-deildinni og hafa þeir ekki tapað leik; unnið tíu og gert fimm jafntefli Toppsætið er Stjörnunnar. Þeir kláruðu þennan leik í kvöld ansi fagmannlega, en Arnar Már Björgvinsson lék á alls oddi á hægri kantinum og lagði upp eitt og skoraði annað. Gestirnir úr Garðabæ spiluðu leikinn bara á þeim krafti sem til þurfti til þess að sækja stigin þrjú. Valsmenn urðu fyrir áfalli rétt fyrir leikinn þegar í ljós kom að Daði Bergsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Halldór Hermann Jónsson kom inn í liðið í hans stað, en það virtist ekki koma að sök í byrjun leiks. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti fyrstu tuttugu mínúturnar og voru með yfirhöndina. Eftir það tóku hins vegar Stjörnumenn leikinn hægt og rólega yfir og pressuðu meira og meira á Valsmenn. Fjalar Þorgeirsson þurfti nokkrum sinnum að taka á stóra sínum, en inn vildi boltinn ekki og virtist stefna í að það væri markalaust í hálfleik, en svo var ekki. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann fyrir utan teig fjórum mínútum fyrir hálfleik og þrumaði boltanum í netið. Þeir bláklæddu úr Garðabænum komnir yfir. Í upphafi síðari hálfleiks var svipaður neisti í liði Vals og í byrjun leiks; góðar fyrirgjafir og þeir pressuðu á Stjörnumenn. Stjörnumenn eru bara svo baneitraðir í skyndisóknum sínum og þeir gerðu út um leikinn á 53. mínútu. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann á hægri vængnum, gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Rolf Toft kom aðvífandi og ýtti boltanum yfir línuna framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni. Eftir það dó leikurinn dálítið. Stjarnan skipti þremur mönnum inná; Veigari Páli Gunnarssyni, Garðari Jóhannssyni og Atla Jóhannssyni. Ekki amalegar skiptingar þar og þeir bara einfaldlega kláruðu leikinn virkilega fagmannlega. Stjörnumenn fengu fleiri færi til að bæta við marki, en þriðja og síðasta mark leiksins kom Valsmegin þegar Patrick Pedersen skoraði með þrumufleyg í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Sigurinn í kvöld var ansi fagmannlegur hjá Stjörnunni. Þeir gerðu það sem þurftu í kvöld og tylltu sér á toppinn tímabundið að minnsta kosti, en keppinautar þeirra í toppbaráttunni, FH, eiga ekki leik fyrr em á miðvikudag. Það var ansi mikilvægt hjá Stjörnunni að vinna þennan leik og greinilegt að þjálfarateymið hefur náð að einblína einungis á þennan leik, en ekki þann næsta sem er stærsti leikur í sögu Stjörnunnar; Inter á Laugardalsvelli. Valsmenn eru hins vegar á svipuðum stað og undanfarin ár. Ekki að berjast um neitt og tímabilið nánast búið í ágúst. Liðið er með 21 stig í fimmta sæti deildarinnar og er fimm stigum á eftir KR og Víking Reykjavík sem er í sætunum fyrir ofan og þau lið eiga einnig leik til góða. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Hlíðarendapiltar nái í Evrópusæti.Jóhann Laxdal: Draumur í dós „Valsmenn byrjuðu af krafti, en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá fannst við taka yfir," sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Við náðum góða kafla eftir erfiða byrjun, en mér fannst dálítil værukærð í síðari hálfleiknum. Mér fannst við ná að stjórna leiknum og stigin þrjú eru fyrir öllu. Þau eru dýrmæt." „Ég held að það hafi verið einbeiting og vinnusemi sem var lykilatriði að við unnum hér. Það er erfitt að koma hingað og taka þrjú stig, sérstaklega í allri þessari baráttu sem við erum í," sem segist ánægður með varnarleikinn það sem af er tímabilinu. „Við erum búnir að bæta varnarleikinn til muna og vonandi höldum við því áfram," en Stjörnumenn eru komnir á toppinn og segir Jóhann að Garðbæingum líði vel þar. „Okkur líður vel á toppnum og núna setjum við pressu á hin liðin. Nú þurfa þau að elta okkur." Stjarnan mætir Inter á miðvikudaginn og segir Jóhann Stjörnumenn nú horfa til miðvikudagsins. „Núna getur maður lagt þennan leik til hliðar og farið að einbeita sér að ævintýrinu. Þetta er draumur í dós," sagði bakvörðurinn síkáti, Jóhann Laxdal, í leikslok.Magnús Gylfason: Stjörnumenn refsuðu okkur illilega „Mér fannst við spila ágætlega á löngum köflum. Við unnum ekki leikinn og þess vegna sitjum við uppi með engin stig," sagði ósáttur Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í leikslok. „Við hefðum þurft að nýta betur þessi færi sem við fengum og spila af örlítið meiri krafti. Það vantaði herslumuninn á meðan Stjörnumenn voru skynsamir og refsuðu okkur illilega þegar við gerðum mistök," sem var ósáttur að fá á sig mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Það var alveg skelfilegt. Þeir áttu fyrstu sóknina sína eftir tuttugu mínútur og þetta var þeirra fyrsta hálffæri, en við vorum sofandi og þetta var þrumuskot. Þeir refsa og eru mjög öflugir í því, en mér fannst við spila heilt yfir ágætlega." Daði Bergsson hefur komið frískur inn í lið Vals undanfarið. Hann átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld, en svo var ekki. Á því var auðveld skýring. „Hann var ekki klár í slaginn. Hann var klár á æfingu í gær, en í upphitun fann hann til í lærinu og hann gat ekki spilað." „Við komum grimmir inn í síðari hálfleikinn og fengum tvö til þrjú tækifæri til að jafna, en það tókst ekki. Þá fengum við annað mark í andlitið og þá er staðan orðin erfið. Við héldum áfram að sækja og þeir björguðu á línu meðal annars." „Við reyndum og gerðum breytingar, en það tókst ekki. Stjörnuliðið er bara gott og þeir refsuðu okkur í dag. Það verður bara vera þannig," sagði Magnús og var að lokum aðspurður afhverju Mads Nielsen hvarf heim á leið á dögunum, en miðvörðurinn hefur spilað með Val í sumar. „Hann vildi fara heim og við vorum ekkert að standa í vegi fyrir því," sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Stjörnumenn unnu enn einn sigurinn þegar liðið sigraði Val fagmannlega á útivelli í kvöld, en lokatölur urðu 1-2, eftir að Stjörnumenn höfðu leitt 0-1 í hálfleik. Leikurinn í kvöld var fimmtándi leikur Stjörnunnar í sumar í Pepsi-deildinni og hafa þeir ekki tapað leik; unnið tíu og gert fimm jafntefli Toppsætið er Stjörnunnar. Þeir kláruðu þennan leik í kvöld ansi fagmannlega, en Arnar Már Björgvinsson lék á alls oddi á hægri kantinum og lagði upp eitt og skoraði annað. Gestirnir úr Garðabæ spiluðu leikinn bara á þeim krafti sem til þurfti til þess að sækja stigin þrjú. Valsmenn urðu fyrir áfalli rétt fyrir leikinn þegar í ljós kom að Daði Bergsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Halldór Hermann Jónsson kom inn í liðið í hans stað, en það virtist ekki koma að sök í byrjun leiks. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti fyrstu tuttugu mínúturnar og voru með yfirhöndina. Eftir það tóku hins vegar Stjörnumenn leikinn hægt og rólega yfir og pressuðu meira og meira á Valsmenn. Fjalar Þorgeirsson þurfti nokkrum sinnum að taka á stóra sínum, en inn vildi boltinn ekki og virtist stefna í að það væri markalaust í hálfleik, en svo var ekki. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann fyrir utan teig fjórum mínútum fyrir hálfleik og þrumaði boltanum í netið. Þeir bláklæddu úr Garðabænum komnir yfir. Í upphafi síðari hálfleiks var svipaður neisti í liði Vals og í byrjun leiks; góðar fyrirgjafir og þeir pressuðu á Stjörnumenn. Stjörnumenn eru bara svo baneitraðir í skyndisóknum sínum og þeir gerðu út um leikinn á 53. mínútu. Arnar Már Björgvinsson fékk boltann á hægri vængnum, gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Rolf Toft kom aðvífandi og ýtti boltanum yfir línuna framhjá varnarlausum Fjalari Þorgeirssyni. Eftir það dó leikurinn dálítið. Stjarnan skipti þremur mönnum inná; Veigari Páli Gunnarssyni, Garðari Jóhannssyni og Atla Jóhannssyni. Ekki amalegar skiptingar þar og þeir bara einfaldlega kláruðu leikinn virkilega fagmannlega. Stjörnumenn fengu fleiri færi til að bæta við marki, en þriðja og síðasta mark leiksins kom Valsmegin þegar Patrick Pedersen skoraði með þrumufleyg í uppbótartíma. Lokatölur 1-2. Sigurinn í kvöld var ansi fagmannlegur hjá Stjörnunni. Þeir gerðu það sem þurftu í kvöld og tylltu sér á toppinn tímabundið að minnsta kosti, en keppinautar þeirra í toppbaráttunni, FH, eiga ekki leik fyrr em á miðvikudag. Það var ansi mikilvægt hjá Stjörnunni að vinna þennan leik og greinilegt að þjálfarateymið hefur náð að einblína einungis á þennan leik, en ekki þann næsta sem er stærsti leikur í sögu Stjörnunnar; Inter á Laugardalsvelli. Valsmenn eru hins vegar á svipuðum stað og undanfarin ár. Ekki að berjast um neitt og tímabilið nánast búið í ágúst. Liðið er með 21 stig í fimmta sæti deildarinnar og er fimm stigum á eftir KR og Víking Reykjavík sem er í sætunum fyrir ofan og þau lið eiga einnig leik til góða. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo Hlíðarendapiltar nái í Evrópusæti.Jóhann Laxdal: Draumur í dós „Valsmenn byrjuðu af krafti, en þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá fannst við taka yfir," sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Við náðum góða kafla eftir erfiða byrjun, en mér fannst dálítil værukærð í síðari hálfleiknum. Mér fannst við ná að stjórna leiknum og stigin þrjú eru fyrir öllu. Þau eru dýrmæt." „Ég held að það hafi verið einbeiting og vinnusemi sem var lykilatriði að við unnum hér. Það er erfitt að koma hingað og taka þrjú stig, sérstaklega í allri þessari baráttu sem við erum í," sem segist ánægður með varnarleikinn það sem af er tímabilinu. „Við erum búnir að bæta varnarleikinn til muna og vonandi höldum við því áfram," en Stjörnumenn eru komnir á toppinn og segir Jóhann að Garðbæingum líði vel þar. „Okkur líður vel á toppnum og núna setjum við pressu á hin liðin. Nú þurfa þau að elta okkur." Stjarnan mætir Inter á miðvikudaginn og segir Jóhann Stjörnumenn nú horfa til miðvikudagsins. „Núna getur maður lagt þennan leik til hliðar og farið að einbeita sér að ævintýrinu. Þetta er draumur í dós," sagði bakvörðurinn síkáti, Jóhann Laxdal, í leikslok.Magnús Gylfason: Stjörnumenn refsuðu okkur illilega „Mér fannst við spila ágætlega á löngum köflum. Við unnum ekki leikinn og þess vegna sitjum við uppi með engin stig," sagði ósáttur Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í leikslok. „Við hefðum þurft að nýta betur þessi færi sem við fengum og spila af örlítið meiri krafti. Það vantaði herslumuninn á meðan Stjörnumenn voru skynsamir og refsuðu okkur illilega þegar við gerðum mistök," sem var ósáttur að fá á sig mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. „Það var alveg skelfilegt. Þeir áttu fyrstu sóknina sína eftir tuttugu mínútur og þetta var þeirra fyrsta hálffæri, en við vorum sofandi og þetta var þrumuskot. Þeir refsa og eru mjög öflugir í því, en mér fannst við spila heilt yfir ágætlega." Daði Bergsson hefur komið frískur inn í lið Vals undanfarið. Hann átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld, en svo var ekki. Á því var auðveld skýring. „Hann var ekki klár í slaginn. Hann var klár á æfingu í gær, en í upphitun fann hann til í lærinu og hann gat ekki spilað." „Við komum grimmir inn í síðari hálfleikinn og fengum tvö til þrjú tækifæri til að jafna, en það tókst ekki. Þá fengum við annað mark í andlitið og þá er staðan orðin erfið. Við héldum áfram að sækja og þeir björguðu á línu meðal annars." „Við reyndum og gerðum breytingar, en það tókst ekki. Stjörnuliðið er bara gott og þeir refsuðu okkur í dag. Það verður bara vera þannig," sagði Magnús og var að lokum aðspurður afhverju Mads Nielsen hvarf heim á leið á dögunum, en miðvörðurinn hefur spilað með Val í sumar. „Hann vildi fara heim og við vorum ekkert að standa í vegi fyrir því," sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira