Lífið

Hugleikur minnist Williams

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Robin Williams talaði fyrir andann í Aladdín.
Robin Williams talaði fyrir andann í Aladdín. Mynd/Hugleikur/Getty
Hugleikur Dagsson hefur ásamt fjölda annarra minnst leikarans Robin Williams sem féll frá í gær 63 ára að aldri.

Hugleikur setti inn mynd á Facebook í morgun þar sem blár andi stendur niðurlútur undir merkinum R.I.P sem merkir rest in peace eða hvíldu í friði. Bláa andann ættu allir að þekkja en hann er úr teiknimynd Disney Aladdín sem kom út árið 1992. Robin Williams ljáði andanum rödd sína og söng eitt af vinsælustu lögum teiknimyndasögunnar, Friend like me eða Vinur eins og ég. 

Hér er færsla listamannsins en undir myndinni eru athugasemdir frá öllum heimshornum þar sem fólk meðal annars biður um mynd frá Hugleiki þar sem hann teiknar Mrs. Doubtfire, eitt af fjölmörgum eftirminnilegum hlutverkum Williams.

Lagið úr myndinni má heyra hér fyrir neðan í flutningi Williams.

Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.