Lífið

Williams skilur eftir sig bæði fyndna og hjartnæma Instagram síðu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Robin bregður á leik og við hlið myndarinnar má sjá athugasemdir frá syrgjandi aðdáendum.
Robin bregður á leik og við hlið myndarinnar má sjá athugasemdir frá syrgjandi aðdáendum. Instagram/therobinwilliams
Leikarinn Robin Williams, sem lést í gær, skilur eftir sig ótalmargar og eftirminnilegar kvikmyndir, þar sem hann bæði sinnti aðal- og aukahlutverkum af mikilli snilld. 

En hann skilur þar að auki eftir sig persónulegri hluta á Instagram síðu sinni. Þar deildi hann hjartnæmum kveðjum til barna sinna, minnist gamalla hlutverka og grínast eins og honum einum var lagið. Undir myndunum má sjá athugasemdir frá aðdáendum leikarans. Margir hverjir segjast í sjokki yfir fregnunum og minnast hans með þakklæti.

Hér að neðan má sjá samansafn af nokkrum skemmtilegum færslum Williams í gegnum tíðina: 

Á afmælisdaginn sinn setti hann inn þessa mynd af sér ásamt apanum Crystal og skrifaði: Til hamingju með afmælið ég! Fékk heimsókn frá einni af mínum uppáhalds aðalleikkonum, Crystal. Williams studdi alltaf góðan búning. Hér sýndi hann stuðning sinn við landslið Bandaríkjanna í sumar með mynd af sjálfum sér í búning í myndinni Night at the museum við hlið myndar af lukkudýri liðsins Teddy Goalsevelt. Dýravinurinn heimsótti dýragarðinn í San Fransisco og fékk að gefa nafna sínum sem er api nart úr boxi. Robin setti inn mynd áður en síðasti þáttur The Crazy Ones fór í loftið til að minna aðdáendur sína á að horfa. Þar sést hann með mikilli vinkonu sinni Söruh Michelle Gellar. Fyrir fjórum mánuðum setti leikarinn inn þessa svarthvítu mynd af sér og syni sínum til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Fleiri myndir má nálgast á Instagram síðu leikarans.

Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.