Lífið

Aðdáendur Williams kríta minningarorð við bekk úr Good Will Hunting

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Matt Damon fór með aðalhlutverk myndarinnar sem fékk afskaplega góðar viðtökur.
Matt Damon fór með aðalhlutverk myndarinnar sem fékk afskaplega góðar viðtökur.
Aðdáendur leikarans Robin Williams, sem lést í gær, hafa heiðrað minningu hans með því að skrifa setningar með krít úr einni af hans vinsælustu kvikmyndum þar sem hann sagði þær.

Leikarinn var best þekktur fyrir grínleik en vann Óskarsverðlaunin eftir kraftmikinn og eftirminnilegan leik í kvikmyndinni Good Will Hunting. Myndin gerðist í Boston og hafa aðdáaendur skrifað setningar á borð við: „Your move chief“ eða „Þinn leikur foringi“ og „Sorry guys, I went to see about a girl“ eða „Afsakið strákar, ég fór að athuga með stúlku“ við bekk í laufguðum garði í borginni. Á bekknum gerðist ein þekktasta sena myndarinnar þar sem Williams og Matt Damon, annar höfunda myndarinnar og aðalleikari hennar, ræða hjartans mál. Senuna má sjá hér að neðan.    

Uppátækið má rekja til aðdáanda Williams og íbúa í borginni, Nicholas Rabchenuk, sem fór að bekknum og auk þess að skrifa setningu úr myndinni teiknaði hann mynd af skóm þar sem leikarinn hefur hvílt fætur sínar á meðan á senunni stóð. Aðdáandinn sagði í samtali við Buzzfeed: „Þessi sena í kvikmyndinni á bekknum er tvímælalaust ein besta sena í nokkurri kvikmynd síðustu 50 ára. Hún er svo einföld og áfram, hún hittir þig beint í hjartastað.“

Setningin „Sorry guys, I went to see about a girl“ eða „Afsakið strákar, ég fór að athuga með stúlku“ ætti þó í raun að vera „Afsakið strákar, ég þurfti að athuga með stúlku“. Örlítið glappaskot hjá aðdáandanum sem ætti þó ekki að skipta máli þar sem setningin er rituð í krít, ekki negld í stein.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.