Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. ágúst 2014 16:37 Hér má sjá merki sveitarinnar í litum Gay Pride hátíðarinnar og þar við hliðina á færsluna sem fylgdi með. Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira
Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Sjá meira