Golf

Mickelson verður með á Ryder Cup

Phil Mickelson hafnaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu í gær.
Phil Mickelson hafnaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu í gær. Vísir/Getty
Phil Mickelson verður í liði Bandaríkjanna á Ryder Cup tíunda skiptið í röð. Hann vann sér sæti í liðinu með því að enda í öðru sæti á PGA-meistaramótinu í gær.

Mickelsen fór upp um sex sæti á Ryder Cup stigalistanum með því að ná öðru sætinu í gær, en Bubba Watson situr í efsta sæti listans.

Þeir níu sem eru búnir að tryggja sér sæti í Ryder Cup liðinu eru:

1. Bubba Watson (35 ára)

2. Rickie Fowler (25 ára)

3. Jim Furyk (44 ára)

4. Jimmy Walker (35 ára)

5. Phil Mickelson (44 ára)

6. Matt Kuchar (36 ára)

7. Jordan Spieth (21 árs)

8. Patrick Reed (24 ára)

9. Zach Johnson (38 ára)

Fyrirliðinn Tom Watson á svo eftir að velja þrjá leikmenn í liðið til viðbótar.

Ryder Cup fer fram í Skotlandi helgina 26.-28. september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×