Fáðu magnesíum úr fæðunni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði. Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Kári og Eva eru hjón Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði.
Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Kári og Eva eru hjón Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira