Ferðir fyrir forvitnar fjölskyldur Rikka skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Mynd/skjáskot Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum. Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið
Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum.
Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið