Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Stjarnan 2-3 | Stjarnan heldur í titilvonina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Stefán Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar. KR-ingar voru mikið mun betri til að byrja með og sóttu án afláts. Stjörnumenn voru hreinlega enn í Mílanó og ekki mættir til leiks. Heimamenn komust yfir í leik þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Aron Bjarki Jósepsson skoraði. Aron fékk boltann í lappirnar eftir hornspyrnu og mikið klafs en hann snéri sér við og stýrði boltanum af stuttu færi í netið. Virkilega vel gert. Eftir markið virtust Stjörnumenn vakna til lífsins. Þeir sóttu mikið næstu mínútur og fengu fjölmörg færi en náðu ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn voru fínir til að byrja með í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin. Stjörnumenn voru ekki lengi að jafna leikinn en Veigar Páll skallaði boltann í netið eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Þá fékk hann frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og stýrði honum laglega í netið. Ólafur Karl Finsen skoraði síðan annað mark Stjörnumanna þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Garðbæingar koma alltaf til baka eins og þeir hafa sýnt í allt sumar. Þeir bláu komnir yfir. Stjörnumenn ætluðu sér greinilega að vinna leikinn. Heimamenn voru aftur á móti ekki búnar að syngja sitt síðasta og Óskar Örn Hauksson náði að jafna metin þegar korter var eftir af leiknum. Óskar lék á hvern leikmann Stjörnunnar á fætur öðrum og þrumaði boltanum í markið með hægri fæti. Spennandi lokamínútur framundan. Sigurmark beggja liða lág í loftinu og það kom. Ólafur Karl Finsen skoraði magnað mark þremur mínútum fyrir leikslok en Stjörnumenn unnu boltann á miðjum vellinum og voru allt í einu komnir tveir gegn Stefáni í markinu. Toft lagði boltann á hárréttum tíma á Ólaf sem renndi honum í autt markið. Stjarnan vann að lokum ótrúlega mikilvægan sigur en liðið er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í efsta sætinu. Rúnar: Kjartan fer líklega til Danmerkur á morgun„Þetta er nánast farið frá okkur núna, við eigum kannski einhverja stærðfræðilega möguleika,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. KR-ingar eiga litla sem enga möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn í ár. „Við vorum frábærir í fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins og hefðum raun þá átt að gera fleiri mörk. Stjarnan er með gott lið og því komu þeir sterkir til baka.“ Rúnar segir að Stjörnumenn hafi gert þeim erfitt fyrir með því að pressa KR-ingana hátt. „Mér fannst reyndar bara eitt lið á vellinum eftir að við jöfnuðum leikinn en þá gerum við skelfileg mistök sem kostuðu okkur leikinn.“ Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag að Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sé á förum frá félaginu og þetta hafi jafnvel verið hans síðasti leikur í bili. „Það er mjög líklegt að það gerist á morgun að hann fari til Danmerkur. Það er ekki búið að ganga frá neinu og því ætla ég ekki að tjá mig meira um það,“ segir Rúnar. Kjartan Henry gaf ekki kost á viðtölum eftir leikinn en hann ku vera á leiðinni til danska B-deildarliðsins Horsens. Rúnar Páll: Vorum miklu betri allan leikinn„Þetta var bara flottur fótboltaleikur og mér fannst við vera miklu betri en KR-ingarnir allan leikinn,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Eftir að KR skoraði fyrsta markið í leiknum, þá fannst mér þeir aldrei sjá til sólar.“ Stjarnan tapaði gegn Inter ytra á fimmtudagskvöldið, 6-0, og féll því úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þetta Inter-ævintýri hefur hjálpað okkur mikið. Að spila á móti Inter Milan á þeirra heimavelli var frábært fyrir okkur alla, þrátt fyrir að hafa tapað 6-0.“ Rúnar segir að liðið eigi heldur betur séns á Íslandsmeistaratitlinum. „Við þurfum bara að vera fókuseraðir á þessi verkefni sem framundan eru, það eru fullt af erfiðum leikjum.“ Ólafur Karl: Flottasta mark sem ég hef skorað„Það var gaman að vinna og þetta var skemmtilegur fótboltaleikur á leiðinlegum sunnudegi,“ segir Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Ólafur gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. „Við byrjuðum eins og við værum að bíða eftir því að fá einhvern skell á okkur en eftir það förum við í gang.“ Ólafur segir að Inter-ævintýrið hafi bara verið ógeðslega skemmtilegt. „Þessi Inter-leikur gaf okkur bara meiri orku en einhverja þreytu. Það eina sem við horfum á núna er Íslandsmeistaratitill.“ Ólafur gerði sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta var bara flottasta mark sem ég hef skorað,“ sagði Ólafur og var greinilega að grínast. „Eftir því sem markið er ljótara, því meira fagnar maður.“ Enski boltinn Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar. KR-ingar voru mikið mun betri til að byrja með og sóttu án afláts. Stjörnumenn voru hreinlega enn í Mílanó og ekki mættir til leiks. Heimamenn komust yfir í leik þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum þegar Aron Bjarki Jósepsson skoraði. Aron fékk boltann í lappirnar eftir hornspyrnu og mikið klafs en hann snéri sér við og stýrði boltanum af stuttu færi í netið. Virkilega vel gert. Eftir markið virtust Stjörnumenn vakna til lífsins. Þeir sóttu mikið næstu mínútur og fengu fjölmörg færi en náðu ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleik. Staðan var 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn voru fínir til að byrja með í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin. Stjörnumenn voru ekki lengi að jafna leikinn en Veigar Páll skallaði boltann í netið eftir fimmtán mínútur í síðari hálfleiknum. Þá fékk hann frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Pablo Punyed og stýrði honum laglega í netið. Ólafur Karl Finsen skoraði síðan annað mark Stjörnumanna þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Garðbæingar koma alltaf til baka eins og þeir hafa sýnt í allt sumar. Þeir bláu komnir yfir. Stjörnumenn ætluðu sér greinilega að vinna leikinn. Heimamenn voru aftur á móti ekki búnar að syngja sitt síðasta og Óskar Örn Hauksson náði að jafna metin þegar korter var eftir af leiknum. Óskar lék á hvern leikmann Stjörnunnar á fætur öðrum og þrumaði boltanum í markið með hægri fæti. Spennandi lokamínútur framundan. Sigurmark beggja liða lág í loftinu og það kom. Ólafur Karl Finsen skoraði magnað mark þremur mínútum fyrir leikslok en Stjörnumenn unnu boltann á miðjum vellinum og voru allt í einu komnir tveir gegn Stefáni í markinu. Toft lagði boltann á hárréttum tíma á Ólaf sem renndi honum í autt markið. Stjarnan vann að lokum ótrúlega mikilvægan sigur en liðið er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í efsta sætinu. Rúnar: Kjartan fer líklega til Danmerkur á morgun„Þetta er nánast farið frá okkur núna, við eigum kannski einhverja stærðfræðilega möguleika,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. KR-ingar eiga litla sem enga möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn í ár. „Við vorum frábærir í fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins og hefðum raun þá átt að gera fleiri mörk. Stjarnan er með gott lið og því komu þeir sterkir til baka.“ Rúnar segir að Stjörnumenn hafi gert þeim erfitt fyrir með því að pressa KR-ingana hátt. „Mér fannst reyndar bara eitt lið á vellinum eftir að við jöfnuðum leikinn en þá gerum við skelfileg mistök sem kostuðu okkur leikinn.“ Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag að Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sé á förum frá félaginu og þetta hafi jafnvel verið hans síðasti leikur í bili. „Það er mjög líklegt að það gerist á morgun að hann fari til Danmerkur. Það er ekki búið að ganga frá neinu og því ætla ég ekki að tjá mig meira um það,“ segir Rúnar. Kjartan Henry gaf ekki kost á viðtölum eftir leikinn en hann ku vera á leiðinni til danska B-deildarliðsins Horsens. Rúnar Páll: Vorum miklu betri allan leikinn„Þetta var bara flottur fótboltaleikur og mér fannst við vera miklu betri en KR-ingarnir allan leikinn,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Eftir að KR skoraði fyrsta markið í leiknum, þá fannst mér þeir aldrei sjá til sólar.“ Stjarnan tapaði gegn Inter ytra á fimmtudagskvöldið, 6-0, og féll því úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar. „Við megum ekki gleyma því að þetta Inter-ævintýri hefur hjálpað okkur mikið. Að spila á móti Inter Milan á þeirra heimavelli var frábært fyrir okkur alla, þrátt fyrir að hafa tapað 6-0.“ Rúnar segir að liðið eigi heldur betur séns á Íslandsmeistaratitlinum. „Við þurfum bara að vera fókuseraðir á þessi verkefni sem framundan eru, það eru fullt af erfiðum leikjum.“ Ólafur Karl: Flottasta mark sem ég hef skorað„Það var gaman að vinna og þetta var skemmtilegur fótboltaleikur á leiðinlegum sunnudegi,“ segir Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Ólafur gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. „Við byrjuðum eins og við værum að bíða eftir því að fá einhvern skell á okkur en eftir það förum við í gang.“ Ólafur segir að Inter-ævintýrið hafi bara verið ógeðslega skemmtilegt. „Þessi Inter-leikur gaf okkur bara meiri orku en einhverja þreytu. Það eina sem við horfum á núna er Íslandsmeistaratitill.“ Ólafur gerði sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta var bara flottasta mark sem ég hef skorað,“ sagði Ólafur og var greinilega að grínast. „Eftir því sem markið er ljótara, því meira fagnar maður.“
Enski boltinn Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Sjá meira